Þyrlan leitar í Urriðaholti

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í Urriðaholt.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í Urriðaholt. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í Urriðaholt í Garðabæ í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað síðan aðfaranótt laugardags.

Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, tengist leitin því að merki úr farsíma Birnu fannst nálægt því svæði aðfaranótt laugardags.

Um fjörutíu björgunarsveitarmenn eru einnig að leita í kringum Flatahraun í Hafnarfirði en þar var síðast kveikt á símanum.

Þorsteinn segir að svæðið sem leitað er á núna sé mun stærra en það sem leitað hefur verið á í miðbæ Reykjavíkur í dag og leitaraðferðirnar aðrar. Þar hefur sérhæft leitarfólk, um þrjátíu talsins, tekið þátt í leitinni.

Frétt mbl.is: Snúa við hverjum steini í miðbænum

Frétt mbl.is: Hvetur fólk til að gefast ekki upp 

Merki frá símanum fannst í Flatahrauni.
Merki frá símanum fannst í Flatahrauni. Kort/Loftmyndir-mbl.is
Frá leitinni í miðbæ Reykjavíkur.
Frá leitinni í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Eggert
Frá leitinni í miðbæ Reykjavíkur í dag.
Frá leitinni í miðbæ Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert