Triton siglir í átt að Polar Nanoq

Hér má sjá staðsetningu skipanna um klukkan 18:30 í kvöld.
Hér má sjá staðsetningu skipanna um klukkan 18:30 í kvöld. Kort/Loftmyndir-mbl.is

Sjá má af vefsvæðinu Marine traffic að danska varðskipið Triton er á leið í átt að grænlenska skipinu Polar Nanoq. Miðað við gervihnattagögn frá því klukkan 18:30 í kvöld er Polar Nanoq nú komið í grænlenska landhelgi, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Á þessari stundu er ekki vitað hvort förinni sé heitið alla leið að Polar Nanoq. 

Landhelgisgæslan vildi ekki staðfesta hvort stofnunin stæði í aðgerðum vegna málsins. 

Danska varðskipið Triton hefur áður sinnt verkefnum að beiðni íslensku landhelgisgæslunnar.

Mbl.is hafði samband við aðgerðastjórn danska hersins fyrir Grænlandssvæðið og spurði um hvaða verkefni herskipið Triton væri að sinna. Talsmaður hersins svaraði því til að þær upplýsingar yrðu íslenska lögreglan að veita. Þegar spurt var nánar út í hvers vegna það væri, hvort þetta svar þýddi að Triton væri að störfum fyrir íslensku lögregluna var svarið aftur að íslenska lögreglan veitti allar upplýsingar um málið.

Haft var samband við skrifstofu Polar Seafood eiganda skipsins Polar Nanoq sem vildi engar upplýsingar gefa um staðsetningu skipsins eða hvort það hafi verið stöðvað. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Danska freigátan Triton.
Danska freigátan Triton.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert