Ekkert fundist við Hvaleyrarvatn

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglumenn, sem fóru að Hvaleyrarvatni við Hafnarfjörð skömmu eftir miðnætti, eftir að ábending barst, mögulega í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Svo virðist sem orðrómur á samfélagsmiðlum hafi orðið til þess að þessi ábending kom fram, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Grímur segir að nokkrir óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi farið á staðinn í kjölfar þess að þeir urðu þess áskynja að skrifað var um á samfélagsmiðlum að lík hefði fundist við Hvaleyrarvatn. „Okkur barst ekki tilkynning með formlegum hætti,“ segir Grímur.

Frétt mbl.is: Lögregla á leið að Hvaleyrarvatni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert