Tveir menn handteknir

Skipið Polar Nanoq.
Skipið Polar Nanoq. mbl.is

Um há­deg­is­bil í dag hand­tóku lög­reglu­menn í sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjór­ans tvo græn­lenska skip­verja um borð í græn­lenska fiski­skip­inu Pol­ar Nanoq u.þ.b. 90 míl­ur suðvest­ur af land­inu. Sér­sveit­ar­menn­irn­ir fóru um borð í skipið úr þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-LÍF.  

Þeir tóku yfir stjórn skips­ins sem nú sigl­ir til hafn­ar í Hafnar­f­irði. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Fram kem­ur að ástæða aðgerða lög­regl­unn­ar sé sú að við rann­sókn lög­reglu á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur hafi vaknað grun­semd­ir um að þeir sem hand­tekn­ir voru búi yfir upp­lýs­ing­um um hvarf henn­ar. Aðgerð sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjór­ans tókst afar vel, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni og var stýrt af lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, rík­is­lög­reglu­stjór­an­um og Land­helg­is­gæslu frá stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar.  Eng­inn mótþrói var sýnd­ur þegar lög­reglu­menn­irn­ir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.

Í gær fóru fjór­ir lög­reglu­menn frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar til móts við danska her­skipið HDMS Trit­on og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Pol­ar Nanoq. Skip­in mætt­ust við miðlínu á milli Íslands og Græn­lands um kl. 6 í morg­un.  Ekki varð af því að lög­reglu­menn­irn­ir færu um borð í græn­lenska skipið þegar skip­in mætt­ust við miðlínu held­ur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafn­ar­fjarðar og þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flygi til móts við skipið með sér­sveit­ar­menn rík­is­lög­reglu­stjór­ans svo sem að fram­an grein­ir. HDMS Trit­on kem­ur til hafn­ar í Hafnar­f­irði á sama tíma og Pol­ar Nanoq.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að menn­irn­ir verði yf­ir­heyrðir um leið og þeir komi til lands­ins, sem að öll­um lík­ind­um verði inn­an tíðar.

Í frétt­um Stöðvar 2 var haft eft­ir Grími að menn­irn­ir séu grunaðir um að hafa upp­lýs­ing­ar um hvarf Birnu, en hann vildi ekki staðfesta hvort þeir væru grunaðir um sak­næmt at­hæfi.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu þakk­ar rík­is­lög­reglu­stjór­an­um, Land­helg­is­gæsl­unni og áhöfn HDMS Trit­on fyr­ir sam­starfið og veitta aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert