Yfirheyrslum lokið á Hverfisgötu

Lögreglan að störfum á hafnarbakkanum í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Lögreglan að störfum á hafnarbakkanum í Hafnarfirði í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yf­ir­heyrsl­um yfir tveim­ur skip­verj­um af tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq er lokið, að sögn Gríms Gríms­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns. Hann seg­ir að rann­sókn­inni miði áfram en lög­regl­an hef­ur fengið gríðarleg­an fjölda ábend­inga í tengsl­um við rann­sókn á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur. Þrír skip­verj­ar af tog­ar­an­um voru hand­tekn­ir í gær í tengsl­um við rann­sókn­ina.

Ekki er hægt að upp­lýsa um það sem fram hef­ur komið við yf­ir­heyrsl­ur yfir þre­menn­ing­un­um í nótt en þeir eru grunaðir um að búa yfir vís­bend­ing­um um hvarf Birnu. Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvort óskað verði eft­ir gæslu­v­arðhaldi yfir þeim en ákveða þarf fyr­ir há­degi hvort óskað verði eft­ir gæslu­v­arðhaldi yfir tveim­ur þeirra sem voru hand­tekn­ir eft­ir há­degi í gær. 

Grím­ur seg­ir að of­uráhersla sé lögð á að finna Birnu en það hafi ekki tek­ist enn. Hins veg­ar séu að koma fram upp­lýs­inga­bút­ar sem hjálpa til við leit­ina. „Ég von­ast til þess að þetta leys­ist á end­an­um,“ seg­ir Grím­ur í sam­tali við mbl.is en hann stýr­ir leit­inni að Birnu og hef­ur gert frá því leit hófst eft­ir að hún skilaði sér ekki heim aðfaranótt laug­ar­dags. 

Líkt og fram kom á mbl.is fyrr í morg­un þá er rann­sókn um borð í tog­ar­an­um lokið en tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu var þar að störf­um í alla nótt. Þar voru einnig tekn­ar skýrsl­ur af vitn­um, það er öðrum skip­verj­um.

Pol­ar Nanoq kom til hafn­ar seint í gær­kvöldi en skip­inu var snúið til Íslands að beiðni ís­lensku lög­regl­unn­ar. Tveir skip­verj­ar voru hand­tekn­ir af sér­sveit­ar­mönn­um Rík­is­lög­reglu­stjóra um borð í skip­inu um há­degi í gær, grunaðir um að búa yfir upp­lýs­ing­um um hvarf Birnu. Síðar um dag­inn var sá þriðji hand­tek­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka