Ferðir bílsins raktar

mbl

Talið er lík­legt að Birna Brjáns­dótt­ir hafi farið upp í bíl tveggja skip­verja af Pol­ar Nanoq á Lauga­vegi. Bíll sem þeir voru með á leigu, rauður Kia Rio, sést á eft­ir­lits­mynda­vél­um við göt­una á sama tíma og Birna, um kl. 5.25 að morgni laug­ar­dags­ins 14. janú­ar.

Lög­regl­an hef­ur ekki enn getað staðfest með óyggj­andi hætti að um sama bíl sé að ræða og fer síðar um morg­un­inn að Hafn­ar­fjarðar­höfn þar sem tog­ar­inn Pol­ar Nanoq lá við bryggju. Þá hef­ur hún ekki enn getað staðfest að þetta sé sami bíl­inn og sjá­ist á eft­ir­lits­mynda­vél­um við áhalda­hús Golf­klúbbs Kópa­vogs og Garðabæj­ar nokkr­um mín­út­um áður en hann birt­ist á vél­um Hafn­ar­fjarðar­hafn­ar. Unnið er þó út frá þeirri kenn­ingu að þetta sé sami bíll­inn.

Þá er það „upp­lýst ágisk­un“ lög­regl­unn­ar, út frá upp­tök­um úr eft­ir­lits­mynda­vél­um í miðbæ Reykja­vík­ur, að Birna hafi farið upp í bíl mann­anna.

45 mín­út­ur á leið frá Lauga­vegi að höfn­inni

Sé um sama bíl­inn að ræða hef­ur það tekið hann 45 mín­út­ur að fara frá Lauga­vegi og að höfn­inni, þ.e. frá kl. 5.25 og til 6.10 er hann sést við höfn­ina fyrst þann morg­un­inn. Tutt­ugu mín­út­um áður en bíll­inn kem­ur að höfn­inni eru síðast num­in merki frá farsíma Birnu við mast­ur í Hafnar­f­irði. Í kjöl­farið er slökkt á sím­an­um hand­virkt.

Enn er verið að fara í gegn­um mynd­bands­upp­tök­ur í þeim til­gangi að kort­leggja ferðir hans bet­ur. Aðeins er hægt að staðfesta að bíll skip­verj­anna hafi verið við Hafn­ar­fjarðar­höfn því menn­irn­ir sjást stíga út úr hon­um og að auki sést bíl­núm­erið. Hald var lagt á þenn­an sama bíl við Hlíðasmára í Kópa­vogi síðasta þriðju­dag, 17. janú­ar. Hann er nú til rann­sókn­ar hjá tækni­deild lög­regl­unn­ar. 

Lög­regl­an hef­ur sagt að sýni úr bíln­um, m.a. líf­sýni, hafi verið send til út­landa til frek­ari rann­sókn­ar og grein­ing­ar.

Skip­verj­arn­ir eru grunaðir um refsi­verða hátt­semi og seg­ir lög­regl­an að grun­ur­inn bein­ist að „gríðarlega al­var­legu“ broti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert