Lífsýnin tekin úr fatnaði

Polar Nanoq í Hafnafjarðarhöfn. Lífsýnin sem tekin voru um borð …
Polar Nanoq í Hafnafjarðarhöfn. Lífsýnin sem tekin voru um borð í skipinu komu úr fatnaði. mbl.is/Eggert

Líf­sýn­in sem tek­in voru um borð í græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq komu af klæðnaði. Þetta staðfest­ir Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. Hann vill þó ekki gefa upp hverr­ar gerðar líf­sýn­in eru.

Áður hef­ur komið fram að lög­regla hafi sent líf­sýni utan til grein­ing­ar, m.a. blóð sem fannst í rauðu Kia Rio bif­reiðinni sem lög­regla hef­ur lagt hald á vegna rann­sókn­ar­inn­ar á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur, sem ekk­ert hef­ur til spurst frá því aðfaranótt laug­ar­dags.

Grím­ur seg­ir lög­reglu hafa talið lík­legt al­veg frá upp­hafi að Birna hafi farið upp í farþega­sæti bif­reiðar­inn­ar til móts við Lauga­veg 31. Hann seg­ir sýni þó einnig hafa verið tek­in úr skotti bíls­ins. „Í svona rann­sókn eru sýni tek­in víða,“ seg­ir hann.

Lög­reglu hef­ur þó enn ekki tek­ist að tengja Birnu við bíl­inn. „En rann­sókn­in bygg­ir á rök­studd­um grun um að Birna hafi farið upp í bíl­inn,“ seg­ir Grím­ur.

Voru að skemmta sér í miðbæn­um

Leit lög­reglu í Pol­ar Nanoq er enn ekki lokið, en leit­in er unn­in í góðri sam­vinnu við eig­end­ur skips­ins að sögn Gríms.

Greint var frá því í dag að menn­irn­ir tveir sem úr­sk­urðaðir voru í tveggja vikna gæslu­v­arðhalds í tengsl­um við hvarf Birnu, sjá­ist á eft­ir­lits­mynda­vél­um í miðbæn­um áður en Birna hvarf. Grím­ur seg­ir hafa komið fram við yf­ir­heyrsl­ur að menn­irn­ir hafi verið þar að skemmta sér. Spurður hvort þeir hafi verið und­ir áhrif­um áfeng­is seg­ir hann: „Ann­ar þeirra var und­ir áhrif­um áfeng­is, eft­ir því sem fram hef­ur komið í framb­urði.“

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, …
Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn sem stýr­ir rann­sókn­inni á hvarfi Birnu Brjáns­dótt­ur, seg­ir menn­ina sem nú eru í gæslu­v­arðhaldi hafa verið að skemmta sér í miðbæn­um þegar Birna hvarf. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ann­ar mann­anna er um þrítugt að sögn Gríms, en hinn er í kring­um 25 ára ald­ur­inn og hafa báðir komið til Íslands áður. Grím­ur kveðst þó ekki vita hvort þeir séu staðkunn­ug­ir. Fram kom í frétt­um fyrr í dag að menn­irn­ir úti­loki ekki að hafa hitt Birnu, en Grím­ur seg­ir þó lítið hafa komið fram um hvar það kunni að hafa verið. 

Hafa fengið ábend­ing­ar um hvíta bíl­inn

Eng­ar vís­bend­ing­ar hafa borist í dag sem hafa þrengt leit­ar­svæði lög­reglu og björg­un­ar­sveita. Lög­regla aug­lýsti í dag eft­ir vís­bend­ing­um um rauðu Kia Rio bif­reiðina á tíma­bil­inu frá kl. 7–11.30 á laug­ar­dags­morgn­in­um. Grím­ur seg­ir lög­reglu hafa von­ast til að geta þrengt leit­ar­svæðið með þessu móti. „En það hef­ur ekki tek­ist,“ seg­ir hann.

Eig­andi hvíta bíls­ins sem lög­regla aug­lýsti eft­ir í dag og sem ekið var vest­ur Óseyr­ar­braut í kl. 12.24 á laug­ar­deg­in­um hef­ur þá enn ekki gefið sig fram. Ábend­ing­ar um hver hann geti verið hafa þó borist. „Við vit­um ekki enn hvaða bíll þetta er, en við fylgj­um þess­um ábend­ing­um eft­ir,“ seg­ir Grím­ur.

Leitarsvæðið hjá björgunarsveitum á morgun.
Leit­ar­svæðið hjá björg­un­ar­sveit­um á morg­un. mbl

Gríðar­stórt svæði er und­ir í leit björg­un­ar­sveita sem hefst í birt­ingu í fyrra­málið. Spurður hvort lög­regla telji ein­hver svæði lík­legri en önn­ur seg­ir Grím­ur at­hygli enn bein­ast að svæðinu í kring­um Keili. „Við höf­um verið þar und­an­farna daga og erum ekki búin að full­klára það. Það verður tölu­verð áhersla lögð á það.“

Eru að skoða farsíma­gögn mann­anna eft­ir að Birna hvarf

Und­an­farið hef­ur lög­regla verið að rann­saka farsíma­gögn og seg­ir Grím­ur það enn vera verk í vinnslu. Ný gögn bæt­ist stöðugt þar við. „Fyrst varðandi sím­ann henn­ar Birnu og síðan hafa önn­ur gögn verið að bæt­ast þar við,“ seg­ir hann. Spurður hvort lög­regla sé búin að vera að skoða síma­gögn mann­anna á laug­ar­deg­in­um eft­ir að Birna hvarf seg­ir Grím­ur svo vera, en að hann geti ekki tjáð sig frek­ar um það mál. Eng­inn staðsetn­inga­búnaður var hins veg­ar í bíln­um sjálf­um.

Spurður hvort menn­irn­ir séu á sak­skrá, seg­ir Grím­ur: „við höf­um verið að afla þess­ara gagna, en ég hef ekki viljað fara út í það á þessu stigi.“

Rannsókn á farsímagögnum er enn í vinnslu og stöðugt bætast …
Rann­sókn á farsíma­gögn­um er enn í vinnslu og stöðugt bæt­ast við nýj­ar upp­lýs­ing­ar að sögn Gríms Gríms­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns. mbl

Farið var með menn­ina á Litla-Hraun und­ir kvöld er yf­ir­heyrsl­um dags­ins var lokið. og ekki enn verið ákveðið hvenær næstu yf­ir­heyrsl­ur verða. „Við erum búin að yf­ir­heyra þá nokkuð þétt frá því að þeir voru hand­tekn­ir og síðast nú í dag,“ seg­ir Grím­ur „Ég reikna því ekki með að við mun­um yf­ir­heyra þá um helg­ina, nema að eitt­hvað nýtt komi upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert