„Á Seltjarnarnesinu yrðu sýningar með samtímalist,“ segir Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands.
Fulltrúar safnsins, Seltjarnarnesbæjar, Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur gerðu nýlega samkomulag um að listasafnið tæki yfir hús á Nesinu þar sem lækningaminjasafn átti að vera.
Byggingin hefur verið hálfköruð lengi. Samkomulag við ríkið um aðkomu að starfsemi lækningaminjasafns fór út um þúfur og reikistefna hefur verið í málinu. Munir sem tengjast sögu læknalistar fóru á Þjóðminjasafn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.