List í læknasafnið

Lækningaminjasafnið á Seltjarnarnesi.
Lækningaminjasafnið á Seltjarnarnesi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Á Seltjarnarnesinu yrðu sýningar með samtímalist,“ segir Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands.

Fulltrúar safnsins, Seltjarnarnesbæjar, Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur gerðu nýlega samkomulag um að listasafnið tæki yfir hús á Nesinu þar sem lækningaminjasafn átti að vera.

Byggingin hefur verið hálfköruð lengi. Samkomulag við ríkið um aðkomu að starfsemi lækningaminjasafns fór út um þúfur og reikistefna hefur verið í málinu. Munir sem tengjast sögu læknalistar fóru á Þjóðminjasafn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert