Stefnt að lendingu í dag

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Formenn þingflokka funduðu í morgun um formennsku í nefndum Alþingis en fundahöld hafa staðið yfir undanfarna daga vegna þess. Stefnt er að því að halda þeim áfram klukkan tvö í dag. Er markmiðið að lenda málinu í dag samkvæmt heimildum mbl.is en ágætur gangur mun vera í viðræðunum.

Stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til að hann fái formennsku í sex fastanefndum af átta. Þar af fái Sjálfstæðisflokkurinn fimm formenn og Viðreisn einn. Stjórnarandstaðan fái tvo. Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja hins vegar fá fjóra formenn.

Vísað er til þess að einungis muni einum þingmanni á stjórnarandstöðuflokkunum og stjórnarflokkunum, 31 á móti 32, en í þingsköpum sé gert ráð fyrir að reynt sé að ná samkomulagi um formennsku í nefndum á grundvelli þingstyrks.

Takist samkomulag ekki fer fram kosning sem þýðir að stjórnarmeirihlutinn getur fengið formenn allra nefndanna í krafti meirihluta sína haldi hann á annað borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert