Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðar til blaðamannafundar, vegna rannsóknar hennar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, klukkan fimm í dag.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér nú á fjórða tímanum. Skömmu áður hafði verið greint frá því að nýjar vísbendingar í hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafi orðið til þess að björgunarsveitir hafa verið kallaðar aftur til miðstöðvar til að endurskipuleggja leitina. Þetta staðfesti upplýsingafulltrúi Landsbjargar, Þorsteinn G. Gunnarsson, í samtali við mbl.is.
Um 500 björgunarsveitarmenn hafa leitað Birnu nú um helgina, en ekkert hefur til hennar spurst frá því að hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar.