Blómvöndur á Laugavegi

Blóm við tröppur á Laugavegi 31.
Blóm við tröppur á Laugavegi 31. mbl.is/Eggert

Blómvöndur liggur við tröppur á Laugavegi 31 til minningar um Birnu Brjánsdóttur sem lést 14. janúar síðastliðinn. Birna sást síðast á lífi á gangi við Lauga­veg, hús nr. 31. Vegfarandi hafði lagt blómvöndinn við hlið kertaluktar sem stendur við tröppurnar sem fangaði athygli ljósmyndara mbl.is sem var í nágrenninu.  

Hvarf Birnu og and­lát henn­ar hef­ur ekki látið einn ein­asta Íslend­ing ósnort­inn. Í gær kveiktu marg­ir á kert­um og minnt­ust henn­ar. Inga Björk Bjarnadóttir ákvað að kveikja á kertum og fara með blómvönd í Úteyjar-minningarlautina við Norræna húsið í gærkvöldi. Tæplega 20 manns voru viðstaddir. 

„Þetta var falleg stund. Við kveiktum á kertum og stöldruðum aðeins við,“ segir Inga Björk. Hún ákvað að segja frá minningarstundinni á samfélagsmiðlum ef einhverjir vildu einnig koma. Hún hefur ekki frétt af skipulagðri minningarstund um Birnu í dag. 

Hvíldu í friði, Birna Brjánsdóttir.
Hvíldu í friði, Birna Brjánsdóttir. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert