Bjartsýni, samvinna, samstarf

Theodóra Þorsteinsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar.
Theodóra Þorsteinsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Styrmir Kári

Bjartsýni, samvinna, samstarf og traust var Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, ofarlega á huga í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún benti á að í adraganda kosninga hefði mikið verið rætt um að breyta þyrfti vinnubrögðum á þingi og meira traust þyrfti að ríkja um störf helstu lykilstofnana og fyrirtækja samfélagsins eftir efnahagshrunið.

Uppgjöri efnahagshrunins væri ekki lokið. Að því sögðu benti hún á að nýja ríkisstjórnin væri að endurskoða ákvarðanir, aðgerðir og aðgerðaleysi sem hafði mikil áhrif á líf einstaklinga hérlendis.   

„Okkur verður að auðnast að vinna saman sem ein heild um málefni og hagsmuni almennings en hrökkva ekki strax í skotgrafir sem snúast um kreppta hnefa, gífuryrði og að slá pólitískar keilur,“ sagði Theodóra og vonaðist til að eiga í góðu samstarfi við alla flokka á þingi því einungis þannig væri hægt að finna bestu mögulegu lausn mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka