Yfir 370 skjálftar

Um 70 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, sem eru talsvert fleiri …
Um 70 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, sem eru talsvert fleiri en í vikunni á undan þegar um 40 jarðskjálftar mældust mbl.is/RAX

Rúmlega 370 jarðskjálftar mældust í vikunni frá 16. janúar til 22. janúar. Það er heldur meiri virkni en vikuna á undan, en þá voru þeir 250. Um 70 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Stærsti skjálfti vikunnar var hins vegar 3,5 að stærð í Bárðarbungu 19. janúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sendi.

Þar segir ennfremur að heldur fleiri jarðskjálftar hafi veirð undir Vatnajökli og Mýrdalsjökli en vikuna á undan og talsvert fleiri á Norðurlandi. Svipaður fjöldi hafi hinsvegar verið á Suðurlandi og Reykjanesskaga og í fyrri viku. Um 70 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, tæplega 30 við Bárðarbungu og tveir við Heklu.

Hálendið

Tæplega 70 jarðskjálftar mældust undir og við Vatnajökul í vikunni, heldur fleiri en vikuna á undan. Tæplega 30 jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu, sá stærsti 3,5 að stærð 19. janúar kl. 18.03. Tæplega 20 jarðskjálftar mældust í bergganginum undir og fyrir framan Dyngjujökul og voru þeir allir um og undir 1,0 að stærð. Einn jarðskjálfti varð í Öræfajökli í vikunni, 1,0 að stærð 18. janúar.

Fimm jarðskjálftar mældust við Öskju í vikunni og um 20 jarðskjálftar við Herðubreið og Herðubreiðartögl, allir undir 1,0 að stærð. 30 jarðskjálftar mældust suðvestur af Langjökli í hrinu sem hófst kvöldið 20. janúar og var stærsti skjálfti hrinunnar 2,8 að stærð. Nánar hér.

Mýrdalsjökull

Um 70 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, sem eru talsvert fleiri en í vikunni á undan þegar um 40 jarðskjálftar mældust. Flestir skjálftarnir voru innan Kötluöskjunnar, eða 64. Stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð 22. janúar kl. 09.15. Þrír smáskjálftar mældust við Goðabungu. Fjórir skjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu, sá stærsti 1,3 að stærð 17. janúar. Nánar hér. 


Upplýsingar um allt landið 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert