Vilja kaupa Hellisheiðarvirkjun

Einkahlutafélagið MJDB hefur gert Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð tilboð í …
Einkahlutafélagið MJDB hefur gert Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð tilboð í Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Einkahlutafélagið MJDB hefur gert Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð tilboð í Hellisheiðarvirkjun. Greint er frá því í Fréttablaðinu í dag að sveitarfélögin þrjú hafi nú í janúar fengið tilboð í eignarhluti sína, en að Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafi um miðjan desember hafnað tilboði sama félags í virkjunina í annað sinn.

Blaðið segir útlit fyrir að forsvarsmenn sveitarfélaganna fundi um málið á næstu vikum, en MJDB er sagt vera að stærstum hluta í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá America Renewables í Kaliforníu.

Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í fréttum RÚV nú í morgun að Orkuveitan sé ekki til sölu, hvorki að hluta til né í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert