4,3 stiga jarðskjálfti í Kötlu

Talið er að skjálftinn sé yfir fjögur stig.
Talið er að skjálftinn sé yfir fjögur stig. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti upp á 4,3 stig varð í Kötlu klukkan 15.14. í dag. Þetta er stærri skjálfti en þeir sem mælst hafa í Kötlu undanfarið.

Að sögn Huldu Rós Helgadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð skjálftinn á svipuðum slóðum og síðustu skjálftar, eða í miðri Kötluöskjunni.

Enginn gosórói er sjáanlegur en nokkrir eftirskjálftar hafa orðið.

Skjálftinn fannst í og við Vík í Mýrdal.

Frétt mbl.is: Yfir 370 skjálftar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert