Leyfi veitt til að reka legudeild

Klíníkin. Sjúkrastofa í Ármúla.
Klíníkin. Sjúkrastofa í Ármúla. mbl.is/Árni Sæberg

Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá landlækni til þess að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með 5 daga legudeild. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi.

Hjálmar Þorsteinsson, bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir að samþykki Landlæknisembættisins opni möguleika á að Klíníkin aðstoði við að stytta biðlista fyrir stærri aðgerðir þar sem innlagnar getur verið þörf. Til þess að það geti orðið að veruleika er þörf á samstarfi við fleiri skurðlækna, en fjórar skurðstofur eru þar til húsa. Ein af þeim er sérútbúin til kennslu sem getur nýst þeim starfsstéttum sem að jafnaði vinna í skurðstofuumhverfi.

„Það er hægt að framkvæma allar stærri aðgerðir hér sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu,“ segir Hjálmar. „Við lítum á okkur sem sjúkrahúseiningu, sem er samstarfsaðili til þess að halda biðlistum í lágmarki, hvort sem það eru bæklunaraðgerðir, kvensjúkdómaaðgerðir eða brjóstaminnkanir, svo ég nefni dæmi þar sem langur biðlisti er eftir aðgerðum.“ Klíníkin gæti þannig létt undir bagga, að minnsta kosti þar til nýtt hátæknisjúkrahús verður opnað árið 2023 líkt og stefnt er að, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert