Leyfi veitt til að reka legudeild

Klíníkin. Sjúkrastofa í Ármúla.
Klíníkin. Sjúkrastofa í Ármúla. mbl.is/Árni Sæberg

Klíník­in Ármúla hef­ur fengið leyfi frá land­lækni til þess að reka sér­hæfða sjúkra­húsþjón­ustu með 5 daga legu­deild. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi.

Hjálm­ar Þor­steins­son, bæklun­ar­lækn­ir og fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, seg­ir að samþykki Land­læknisembætt­is­ins opni mögu­leika á að Klíník­in aðstoði við að stytta biðlista fyr­ir stærri aðgerðir þar sem inn­lagn­ar get­ur verið þörf. Til þess að það geti orðið að veru­leika er þörf á sam­starfi við fleiri skurðlækna, en fjór­ar skurðstof­ur eru þar til húsa. Ein af þeim er sér­út­bú­in til kennslu sem get­ur nýst þeim starfs­stétt­um sem að jafnaði vinna í skurðstofu­um­hverfi.

„Það er hægt að fram­kvæma all­ar stærri aðgerðir hér sem ekki krefjast inn­lagn­ar á gjör­gæslu,“ seg­ir Hjálm­ar. „Við lít­um á okk­ur sem sjúkra­hús­ein­ingu, sem er sam­starfsaðili til þess að halda biðlist­um í lág­marki, hvort sem það eru bæklun­araðgerðir, kven­sjúk­dómaaðgerðir eða brjóstam­innkan­ir, svo ég nefni dæmi þar sem lang­ur biðlisti er eft­ir aðgerðum.“ Klíník­in gæti þannig létt und­ir bagga, að minnsta kosti þar til nýtt há­tækni­sjúkra­hús verður opnað árið 2023 líkt og stefnt er að, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert