Vill funda vegna legudeildar

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í velferðarnefnd vegna fréttar um að landlæknir hafi veitt Klíníkinni í Ármúla leyfi til að reka legudeild. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar.

Frétt mbl.is: Leyfi veitt til að reka legudeild

Þar segist hún hafa beðið heilbrigðisráðherra, landlækni, forstjóra Landspítalans og forsvarsmenn Klíníkurinnar að mæta á fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert