Ósammála um skilgreininguna

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Einkarekin sjúkrahús hugnast Óttari Proppé, nýjum heilbrigðisráðherra, ekki sérstaklega. Landlæknir og heilbrigðisráðuneytið eru ósammála um hvernig skuli skilgreina einkarekið sjúkrahús sem Klíníkin áformar. Landlæknir segir að þar verði boðið upp á sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Þetta kemur fram í frétt Rúv

Klíník­in Ármúla hef­ur fengið leyfi frá land­lækni til þess að reka sér­hæfða sjúkra­húsþjón­ustu með 5 daga legu­deild. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þetta kom fram í frétt Morgunblaðsins. 

Frétt mbl.is: Leyfi veitt til að reka legudeild 

Í frétt Rúv er einnig haft eftir forstjóra Landspítalans að gangi áform Klíníkurinnar eftir, muni það grafa undan sérhæfðri þjónustu sem fyrir sé á Landspítalanum og vísar til laga um sjúkratryggingar. Óttar svarar því til að hann vilji ekkert gera til að grafa undan góðri þjónustu og þjónustu á Landspítalanum. 

Í tilkynningu frá Embætti landlæknis vegna málsins segir: 

„Það er ekki hlutverk landlæknis að veita rekstraraðilum leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Aðkoma landlæknis að rekstri heilbrigðisþjónustu felst í að staðfesta að fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu sem tilkynntur er til landlæknis uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf enda eitt af meginhlutverkum landlæknis að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu.“

Í tilkynningunni er jafnframt bent á að ráðherra fari með yfirstjórn heilbrigðismála og markar stefnu um skipulag heilbrigðisþjónustu.

Í gær óskaði Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, eft­ir fundi í vel­ferðar­nefnd vegna frétt­ar um að land­lækn­ir hafi veitt Klíník­inni í Ármúla leyfi til að reka legu­deild. Þetta kom fram á Face­book-síðu henn­ar.

Frétt mbl.is: Vill funda vegna legu­deild­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert