Á annað hundrað leita mannsins

Tæplega 150 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni.
Tæplega 150 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á annað hundrað björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni að fjallgöngumanni á Esju sem hefur verið undir snjóflóði í um það bil tvo tíma. Leitarhundar og snjóflóðaleitarbúnaður er notaður við leitina, m.a. drónar, og segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að 140 björgunarsveitarmenn séu mættir á svæðið eða séu á leiðinni.

„Leit er hafin í flóðinu og við erum að skoða svæðið og sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt fyrir leitarfólkið okkar eins og er gert þegar um leit er að ræða í snjóflóði,“ segir Þorsteinn.

Snjóflóð féll í Esjunni síðdegis í dag.
Snjóflóð féll í Esjunni síðdegis í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frétt mbl.is: Snjóflóð féll á Esjunni

Snjóflóð féll á þrjá fjallgöngumenn um klukkan fimm í dag en tveir þeirra komust úr flóðinu af sjálfsdáðum, annar þeirra slasaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í björgunaraðgerðum og hefur hún meðal annars ferjað björgunarsveitarmenn að slysstað.

Jónas Guðmundsson, stjórnandi björgunaraðgerða á svæðinu, segir að unnið sé að því að koma hinum mönnunum tveimur sem urðu undir flóðinu niður fjallið en aðstæður eru mjög erfiðar. „Þetta eru gríðarlega erfiðar aðstæður, þeir eru í miklum bratta og það er erfitt að athafna sig með þá,“ segir Jónas.

Frá aðgerðum á vettvangi.
Frá aðgerðum á vettvangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppfært 19:47

Búið er að koma mönnunum tveimur um borð í þyrluna. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir það í samtali við mbl.is og segir að björgunarsveitarfólk hafi borið mennina tvo á börum um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flytur þá á sjúkrahús.

Frá aðgerðum á slysstað.
Frá aðgerðum á slysstað. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert