Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson árið 2014 er þeir …
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson árið 2014 er þeir kynntu leiðréttinguna. mbl.is/Ómar

Vinnsla skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána, leiðréttinguna svokölluðu, lauk um miðjan október í fyrra áður en síðustu alþingiskosningar fóru fram. Fyrstu efnisgrein skýrslunnar var bætt við hana núna í janúar og var hún í framhaldinu birt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 18. janúar.

Kjarninn greinir frá þessu.

Frétt mbl.is: Tekjuhæstu 10% fengu 22 milljarða

Beiðni um gerð skýrslunnar barst í október 2015. Fyrstu drög voru send til yfirlestrar um miðjan janúar í fyrra.

Í byrjun júní var óskað eftir viðbótargögnum frá ríkisskattstjóra og voru ný drög að skýrslunni tilbúin í sama mánuði. Vinnslunni lauk svo um  miðjan október 2016.

Þetta er önnur skýrslan sem búið var að vinna í fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir síðustu kosningar sem var ekki birt opinberlega fyrr en í janúar 2017.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert