„Þetta er of lítið“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert

„Þetta er of lítið. En ég vonast til þess að það batni þegar við höfum verið í stjórn í svolítinn tíma og við stöndum okkur vel.“

Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is en samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup mælist flokkur hans með rúm 5% samanborið við 10,5% sem hann hlaut í þingkosningunum í lok október.

Frétt mbl.is: Fylgi Viðreisnar minnkað mikið

Viðreisn mælist minnst þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi en 5% fylgi að lágmarki þarf til þess að fá þingmenn kjörna.

Benedikt segist ekkert ætla að afsaka fylgið en Viðreisn sé hins vegar aðeins rétt að byrja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert