Hafna bótaskyldu vegna vélsleðaferðar

Björgunarsveitir við leit. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir við leit. Mynd úr safni.

Áströlsku hjón­in sem grófu sig í snjó á Lang­jökli eft­ir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp á veg­um Mountaineers of Ice­land í byrj­un janú­ar hafa leitað aðstoðar lög­manns til að kanna skaðabóta­skyldu fyr­ir­tæk­is­ins.

Vís­ir sagði fyrst frá þessu en í sam­tali við mbl.is sagði Árni Helga­son, lögmaður hjón­anna, að for­svars­menn Mountaineers of Ice­land höfnuðu al­farið bóta­skyldu.

Frétt mbl.is: „Eru þeir bún­ir að gleyma okk­ur?“

Hjón­in Dav­id og Gail Wil­son urðu viðskila við vélsleðahóp í skipu­lagðri ferð á Lang­jökli 5. janú­ar. Í sam­tali við frétta­stofu RÚV sagðist Dav­id afar óánægður með fyr­ir­tækið.

„Það ætti að loka fyr­ir­tæk­inu. Það send­ir okk­ur af stað þegar það er stormviðvör­un. Við töluðum við ann­an leiðsögu­mann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eft­ir 15 mín­út­ur af því að þetta var ekki ör­uggt,“ seg­ir Dav­id. „Í öðru lagi kenndu þeir okk­ur ekki að gang­setja sleðann. Það er al­veg fá­rán­legt.“

Sendi al­menna fyr­ir­spurn

 „Þau leituðu til mín hjón­in og ég tók að mér þeirra mál. Ég sendi al­menna fyr­ir­spurn á fyr­ir­tækið til að kalla eft­ir gögn­um og spyrja út í þeirra af­stöðu og fékk þá það svar að þeir höfnuðu al­farið bóta­skyldu,“ seg­ir Árni en fyr­ir­tækið sendi hon­um ýmis gögn um málið.

Fyr­ir­spurn Árna sneri bæði að bót­um vegna beins tjóns hjón­anna og miska­bót­um vegna þeirr­ar erfiðu lífs­reynslu sem at­vikið var. „Þau auðvitað voru þarna í lífs­hættu.“

Málið er nú í vinnslu en end­an­leg ákvörðun um fram­haldið ligg­ur að sögn Árna fyr­ir á næstu vik­um.

„Við reikn­um fast­lega með því að mál verði höfðað og þá verði þetta bara eitt­hvað sem verður tek­ist á um fyr­ir dóm­stól­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert