Fyrstu aðgerðir að tryggja öryggi

HS Orka hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna banaslyss á …
HS Orka hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna banaslyss á svæði Reykjanesvirkjunar í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

HS Orka hefur sent frá sér tilkynningu vegna banaslyss sem varð í húsnæði fisk­verk­un­ar­fyr­ir­tæk­isins Háteigs í dag. Í kjölfar slyssins fannst gas í neysluvatnskerfi á svæðinu og er talið að andlát mannsins megi rekja til þessa.

Frétt mbl.is: Bana­slys í svefn­skála á Reykja­nesi

Í tilkynningu frá HS Orku segir að fyrstu aðgerðir fyrirtækisins hafi verið að tryggja öryggi á svæðinu. Hugur starfsmanna er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum hins látna.

HS Orka þakkar öllum þeim aðilum sem komu að aðgerðum í dag og mun starfa náið þeim opinberu aðilum sem fara með rannsókn málsins. Hún mun leiða fram mikilvægar upplýsingar og varpa ljósi á hvað nákvæmlega olli slysinu."

Frétt mbl.is: Gas fannst í neysluvatnskerfi

Tilkynningin í heild sinni

Um klukkan tíu í morgun barst HS Orku tilkynning um að alvarlegt slys hefði orðið í húsnæði Háteigs sem er á athafnasvæði Reykjanesvirkjunar. Talið er að brennisteinsvetnisgas hafi komist í húsnæðið með þeim sorglegu afleiðingum að einn maður lést og annar komst í bráða hættu.

Fyrstu aðgerðir HS Orku í dag beindust að því að tryggja öryggi á svæðinu þar sem fjögur fyrirtæki starfa og aðstoða opinbera aðila við frumrannsókn.  Vel gekk að tryggja öryggi á svæðinu.

Rannsókn og aðgerðir í dag hafa miðast við að gastegundir hafi borist úr jarðhitaholu í híbýli mannanna. Aðgerðir voru þannig alfarið bundnar við lokað vatnsveitukerfi á athafnasvæði Reykjanesvirkjunar. Það vatnsveitukerfi er ótengt og alveg óháð vatnsveitu til almennings á Suðurnesjum.

HS Orka þakkar öllum þeim aðilum sem komu að aðgerðum í dag og mun starfa náið þeim opinberu aðilum sem fara með rannsókn málsins. Hún mun leiða fram mikilvægar upplýsingar og varpa ljósi á hvað nákvæmlega olli slysinu.

Hugur starfsmanna HS Orku er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum hins látna.

Ásgeir Margeirsson

Forstjóri HS Orku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert