Er forsætisráðherra sáttur við frammistöðuna?

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra hvers vegna tvær skýrsl­ur sem hann lét vinna sem fjár­málaráðherra í síðustu rík­is­stjórn birt­ust ekki fyrr en seint og um síðir í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Ann­ars veg­ar er um að ræða skýrslu um eign­ir Íslend­inga á af­l­ands­svæðum og hins veg­ar skýrslu um áhrif leiðrétt­ing­ar­inn­ar. 

„Mig lang­ar að spyrja for­sæt­is­ráðherra hvort hann sé sátt­ur við þessa frammistöðu, hvort hann telji hvort ekki hefði átt að gera bet­ur og hvort hann skuldi Alþingi ekki af­sök­un­ar­beiðni fyr­ir að þetta var ekki birt fyrr?“ spurði Katrín og beindi orðum sín­um til Bjarna.

Ekki eins­dæmi að mál­um sé ekki svarað

Bjarni sagði mál þessi snú­ist um skyldu ráðherra til að svara. Nú væri látið eins og það væri al­gjört eins­dæmi að mál­um væri ekki svarað. Benti Bjarni á að þegar Katrín var í rík­is­stjórn hefði 19 skrif­leg­um fyr­ir­spurn­um ekki verið svarað fyr­ir kosn­ing­ar árið 2013.

For­sæt­is­ráðherra sagðist enn­frem­ur margoft hafa svarað fyr­ir af­l­ands­skýrsl­una. „Þeir sem hafa helst rætt þetta láta eins og það hefði verið bráðnauðsyn­legt að koma þeim fyr­ir al­menn­ing. Þegar ég spyr hvað sé svona mik­il­vægt þá er fátt um svör og þá bakka menn niður í al­menna af­stöðu. Ég tek und­ir að það er mik­il­vægt að ráðherr­ar svari en það hef­ur ekki alltaf tek­ist. Fyr­ir­spyrj­andi þekk­ir það sjálf,“ sagði Bjarni.

Bjóst við betra svari

Katrín steig aft­ur upp í pontu og sagðist hafa bú­ist við betra svari frá for­sæt­is­ráðherra. „Ég hef ekki sagt það nokk­urs staðar að inni­hald af­l­ands­skýrslu hefði áhrif á kosn­ing­ar,“ sagði Katrín og bætti við að málið væri stór­póli­tískt en það hefði orðið til þess að kosn­ing­um var flýtt. Sama mætti segja um skýrslu um leiðrétt­ing­una og það væri eðli­legt ef þing­menn legðu fram beiðni í októ­ber 2015 kæmu svör fyrr.

Upp­lýs­ing­ar voru veitt­ar

Bjarni sagðist ekki vera ósam­mála Katrínu um að skýrsl­um skyldi svarað hratt og ör­ugg­lega. Hann benti hins veg­ar á að Pét­ur Blön­dal hefði í þrígang sett fram fyr­ir­spurn þegar Katrín var síðast í rík­is­stjórn en aldrei kom svar við því.

„Leiðrétt­ing­ar­skýrsl­an tók of lang­an tíma en gleym­um því ekki að henni var skilað til þings­ins. Sama gild­ir um af­l­ands­skýrsl­una, henni var skilað. Upp­lýs­ing­um var lofað, upp­lýs­ing­ar voru veitt­ar,“ sagði Bjarni.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Bene­dikts­son. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert