Guðmundur Kjartansson skákmeistari Reykjavíkur

Guðmundur Kjartansson lagði Benedikt Jónasson í lokaumferðinni og tryggði sér …
Guðmundur Kjartansson lagði Benedikt Jónasson í lokaumferðinni og tryggði sér þar með sigur á mótinu. Ljósmynd/Taflfélag Reykjavíkur

Guðmundur Kjartansson tryggði sér titilinn skákmeistari Reykjavíkur 2017 er hann sigraði á nýafstöðnu Skákþingi Reykjavíkur sem fram fór í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sigur Guðmundar var nokkuð öruggur en hann hlaut átta vinninga úr níu skákum.

Björn Þorfinnsson hafnaði í öðru sæti með sjö vinninga og í þriðja sæti með 6,5 vinning varð Lenka Ptacnikova. Þátttakendur voru alls hátt í 60 talsins og var fjöldi aukaverðlauna veittur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert