Ísland verði kolefnishlutlaust 2040

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem kveðið er á um að Alþingi feli umhverfisráðherra „að láta vinna stefnumörkun um aðgerðir sem miði að því að Ísland verði kolefnishlutlaust í síðasta lagi árið 2040.“

Verkefnið verði afmarkað í stefnumörkuninni og helstu þáttum þess og verkefnasviðum lýst. Til að mynda samgöngum, orkubúskap, framleiðslustarfsemi, skipulagsmálum o.fl. Sömuleiðis verði gerð drög að aðgerðaáætlunum „með áfangaskiptingu, endurskoðunar- og endurmatsákvæðum, skilgreiningum á ábyrgð á framkvæmd og ákvæðum um eftirfylgni.“

Stefnumörkunin verði kynnt umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í síðasta lagi 1. maí á þessu ári og fullmótuð aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland verði borin undir Alþingi í formi þingsályktunartillögu eigi síðar en 1. október næsta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert