„Lítur ekki vel út“

Sigurjón Þ. Árnason (t.h.) ásamt verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni.
Sigurjón Þ. Árnason (t.h.) ásamt verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, krefst þess að tvö dóms­mál, sem ákæru­valdið höfðaði á hend­ur hon­um, verði tek­in að nýju upp fyr­ir dómi.

Sig­ur­jón var dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti í októ­ber 2015, fyr­ir markaðsmis­notk­un og umboðssvik í hinu svo­kallaða Ímon-máli.

Þá var hann dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi í Hæsta­rétti í fe­brú­ar á síðasta ári, aft­ur fyr­ir markaðsmis­notk­un og umboðssvik.

Sam­tals hef­ur Sig­ur­jón því fengið fimm ára dóm vegna mála tengd­um hruni viðskipta­bank­anna árið 2008.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.
Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans. mbl.is/Þ​órður

Beiðnin upp­haf­lega reist á nýj­um gögn­um

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Sig­urður G. Guðjóns­son, lögmaður Sig­ur­jóns, vera að vinna að beiðni til end­urupp­töku­nefnd­ar, en beiðnin bygg­ist að hluta á frétt­um af hluta­bréfa­eign nokk­urra hæsta­rétt­ar­dóm­ara, og tapi þeirra í banka­hrun­inu, sem flutt­ar voru seint á síðasta ári.

Sig­urður seg­ir að upp­haf­lega hafi beiðnin þó aðeins verið reist á nýj­um gögn­um sem fram komu í mál­inu, sem tengj­ast verðmati á BYR-spari­sjóði.

„Og eft­ir andsvör frá rík­is­sak­sókn­ara í des­em­ber, þá fór­um við að safna sam­an frek­ari gögn­um um þetta og rýna í þau. En um það leyti sem við erum að gera það þá koma all­ar þess­ar frétt­ir um hluta­bréfa­eign dóm­ara.“

Skaðað litla sem stóra hlut­hafa

Þið teljið að til­tekn­ir dóm­ar­ar hafi verið van­hæf­ir til að dæma í mál­un­um vegna þessa?

„Ég held svona að hlut­rænt séð, þegar þú tap­ar ein­hverj­um millj­ón­um á falli Lands­bank­ans, þá sértu van­hæf­ur. Þetta eru mikl­ar fjár­hæðir. Það er eng­inn að segja að það hafi verið hug­lægt van­hæfi. Það lít­ur bara ekki vel út, þegar það seg­ir í dómi að ákærði hafi með gjörðum sín­um skaðað litla sem stóra hlut­hafa, og svo eru tveir dóm­ar­anna hlut­haf­ar.“

Aðspurður seg­ir Sig­urður að hann eigi þarna við hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ana Ei­rík Tóm­as­son og Viðar Má Matth­ías­son.

Frétta­blaðið greindi fyrst frá kröfu Sig­ur­jóns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka