Samþykktu tillögu sáttasemjara

Yfirgnæfandi meirihluti, eða 89%, samþykkti miðlunartillögu ríkissásttasemjara í máli Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í þessu máli telst því samþykkt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. 

Atkvæðagreiðslu um tillöguna lauk klukkan 13 í dag. 

„Kjörsókn hjá FT var 70,7% og af þeim samþykktu 89% tillöguna, 8% höfnuðu henni en 3% atkvæðaseðla voru auðir eða ógildir.

Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga var kjörsókn 81,8%. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert