Segir ummæli ráðherra ótæk

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir ótækt að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, haldi því fram að kynbundinn launamunur sé ekki til, heldur að ástæða launamunar sé að konur verji meiri tíma með börnum sínum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu hennar, en fyrr í vikunni sagði mbl.is frá því að Sigríður hefði dregið kynbundinn launamun í efa í grein sem hún skrifaði í árshátíðarrit laganema.

Í grein­inni vís­ar Sig­ríður til þess að í launa­könn­un­um komi fram launamun­ur, en þegar leiðrétt hafi verið fyr­ir þátt­um á borð við vinnu­tíma, manna­for­ráðum, mennt­un og reynslu þá sé aðeins eft­ir um 5% töl­fræðileg­ur mark­tæk­ur mun­ur á kynj­un­um. Seg­ir hún að þar til viðbót­ar bæt­ist hug­læg­ir ómæl­an­leg­ir þætt­ir sem erfitt sé að fella inn í líkön af þessu tagi.

Þá vakti það athygli á samfélagsmiðlum að dómsmálaráðherra hefði notað gæsalappir í kringum orðin kynbundinn og jafnréttismál í greininni.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hanna Katrín segir að það sé vitað að kynbundinn launamunur sé raunverulegur. „Það er hlutverk okkar þingmanna að gera það sem við getum að útrýma því óréttlæti. Þess vegna er ótækt að dómsmálaráðherra haldi því fram að kynbundinn launamunur sé ekki til, heldur sé ástæða launamunar að konur verji meiri tima með börnum sínum.
Það er árið 2017 og konur og karlar eiga að fá borguð sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert til að rífast um,“ segir í færslu hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert