Hætt verður alfarið að nota svokallað PSTN-kerfi fyrir heimasíma árið 2020, þ.e. síma með kló sem stungið er í vegginnstungu.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir VoIP-kerfi, netsímakerfi, vera framtíðina. Bæði sé það kerfi betra og hægt sé að bjóða upp á meiri möguleika fyrir notendur.
Heimasíminn mun virka alveg eins og hann gerir nú en gamla klóin og innstungan hverfa, að því er fram kemur í umfjöllun um símtækni þessa í Morgunblaðinu í dag.