„Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur“

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, hefur ekki áhyggjur af því þó að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins segist ekki styðja fyrirhugað frum­varp Þor­steins Víg­lunds­son­ar, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, um jafn­launa­vott­un.

„Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur. Þetta frumvarp og afgreiðsla þess er í stjórnarsáttmála þessara þriggja flokka og ég geng út frá því að þau mál verði kláruð þar,“ segir Hanna Katrín í samtali við mbl.is.

Þorsteinn sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að fjöldi vandaðra rann­sókna hefði verið unn­inn sem sýni að launamun­ur kynj­anna sé fyr­ir hendi og sé enn ­frem­ur mjög mik­ill.

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hef­ur ásamt Óla Birni Kára­syni sam­flokks­manni sín­um lýst því yfir að hann ætli ekki að styðja frum­varp um jafn­launa­vott­un, hef­ur sagt að ef fara eigi út í jafnmikið inn­grip í rekst­ur fyr­ir­tækja og frjálsra samn­inga sé lág­markið að hafið sé yfir nokk­urn vafa að vanda­málið sé til staðar.

Hanna Katrín segir að það sé ekki sitt að hafa áhyggjur af þessari afstöðu þingmannanna tveggja. „Ég geng bara út frá því að þingflokkur Sjálfstæðismanna eins og þingflokkur Viðreisnar og mér best vitandi þingflokkur Bjartrar framtíðar virði þennan stjórnarsáttmála og þar með þar sem stendur í honum. Það er engin önnur afstaða sem ég get tekið til þessa máls.

Spurð hvað verði ef áðurnefndir þingmenn samþykki ekki fyrirhugað frumvarp segist Hanna Katrín ætla að bíða með að tjá sig um slíkar vangaveltur. „Ég ætla að láta það bíða, ég tek þann pól í hæðina núna að þetta verði virt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert