Alda ekki send í leyfi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar …
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, verður ekki send í leyfi frá störfum þrátt fyrir að settur ríkissaksóknari hafi snúið við ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella niður kærur á hendur henni í tengslum við LÖKE-málið svokallaða, þar sem hún var sökuð um brot í starfi. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Sigríður segir í svari sínu til fréttastofu að Alda Hrönn hafi snúið aftur til starfa eftir að málið var fellt niður. „Þegar rannsóknin var tekin upp að nýju tók yfirstjórn málið fyrir og var ekki talin þörf á að viðkomandi starfsmaður [Alda Hrönn] færi aftur í leyfi að óbreyttu. Var þá helst litið til þess að fram komnar nýjar upplýsingar vörðuðu rannsóknaraðila í málinu en ekki viðkomandi starfsmann,“ segir í svari Sigríðar sem bætir við að samráð hafi verið haft um ákvörðunina við Kjara- og mannsauðssýslu ríkisins.

Frétt RÚV

Alda Hrönn Jóhannsdóttir.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Sett­um héraðssak­sókn­ara í máli Öldu Hrann­ar Jó­hanns­dótt­ur, aðallög­fræðings lög­regl­unn­ar í Reykja­vík, var í úr­sk­urði setts rík­is­sak­sókn­ara falið að end­ur­taka rann­sókn máls­ins. Þarf hann að taka til skoðunar at­huga­semd­ir sem fram komu í kæru lög­manns lög­reglu­manns­ins sem kærði málið. Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvort Alda Hrönn fari í leyfi á ný eins og við síðustu rann­sókn máls­ins.

Sett­ur rík­is­sak­sókn­ari felldi í lok síðustu viku úr gildi ákvörðun setts héraðssak­sókn­ara frá í des­em­ber um að fella málið niður, sök­um van­hæf­is aðstoðar­manns setts héraðssak­sókn­ara við rann­sókn máls­ins.

Komið hafði fram að lög­reglu­full­trú­inn sem aðstoðaði við málið hafði tjáð sig á Face­book um hæfi Öldu sex dög­um eft­ir að úr­sk­urður féll og sagði hann þar að sér hefði fljót­lega orðið ljóst að áætluð brot Öldu væru með öllu til­hæfi­laus og að lög­regl­an væri vel sett með konu eins og Öldu í for­ystu.

Lúðvík Berg­sveins­son, sett­ur héraðssak­sókn­ari, hefur tekið málið upp að nýju. Fram kem­ur í úr­sk­urðinum að lög­reglu­full­trú­inn hafi meðal ann­ars komið að því að taka lög­reglu­skýrsl­ur og upp­lýs­inga­skýrsl­ur af lög­reglu­mönn­um. Önnur gögn máls­ins eru áfram nýti­leg. Vegna þessa þarf að rann­saka málið að stór­um hluta á ný.

Lúðvík sagði í samtali við RÚV í morgun að rannsókn miðaði ágætlega og stefnt væri að því að skila niðurstöðu á góðum tíma. Hann væri þó enn að leita að aðstoðarmanni við rannsóknina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir og Gunnar Scheving Thorsteinsson.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir og Gunnar Scheving Thorsteinsson. Júlíus Sigurjónsson/Kristinn Ingvarsson

Upp­haf þessa máls má rekja til þess að lög­reglumaður­inn Gunn­ar Scheving Thor­steins­son og tveir aðrir voru hand­tekn­ir í LÖKE-mál­inu svo­kallaða. Var Gunn­ar sakaður um upp­flett­ing­ar í innra kerfi lög­regl­unn­ar á ár­un­um 2007 til 2013 og deilt nöfn­um kvenna úr kerf­inu, en fallið var frá þeirri ákæru. Sam­hliða því var fallið frá mál­inu á hend­ur tví­menn­ing­un­um. Gunn­ar var aft­ur á móti fund­inn sek­ur í Hæsta­rétt fyr­ir að hafa greint vini sín­um frá því á Face­book að hann hafi verið skallaður af ung­um dreng við skyldu­störf. Þó tók dóm­ur­inn fram að brotið væri ekki stór­fellt.

Gunn­ar og ann­ar þeirra sem hafði verið hand­tek­inn kærðu svo Öldu fyr­ir rang­ar sakagift­ir og brot í starfi. Var hún meðal ann­ars sökuð um brot á friðhelgi einka­lífs og ærumeiðandi aðdrótt­an­ir. Bæði héraðssak­sókn­ari og rík­is­sak­sókn­ari sögðu sig frá mál­inu vegna van­hæf­is og var Lúðvík sett­ur héraðssak­sókn­ari og Bogi Nils­son sett­ur rík­is­sak­sókn­ari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert