Byssubræður dæmdir

Bræðurnir voru ákærðir fyrir skotárás í Fellahverfi í ágúst. Þeir …
Bræðurnir voru ákærðir fyrir skotárás í Fellahverfi í ágúst. Þeir voru dæmdir í tveggja ára og sjö mánaða og tveggja ára og átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Golli

Bræður um þrítugt voru í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un dæmd­ir í fang­elsi fyr­ir að skjóta úr hagla­byssu fyr­ir utan versl­un í Efra-Breiðholti í ág­úst í fyrra, þetta kem­ur fram í frétt á vef RÚV.

Marc­in Wieslaw Naba­kowski fékk tveggja ára og sjö mánaða dóm en Rafal Ma­rek Naba­kowski var dæmd­ur í tveggja ára og átta mánaða fang­elsi. Sak­sókn­ari fór fram á að Marc­in yrði dæmd­ur í 5-6 ára fang­elsi og 3-4 ára fang­elsi yfir Rafal.

Í mál­inu var tek­ist á um at­b­urði fyr­ir utan sölut­urn­inn Leif­a­sjoppu 5. ág­úst, en bræðurn­ir hafa viður­kennt að hafa báðir hleypt af hagla­byssu fyr­ir utan sölut­urn­inn. Þeir segj­ast þó ekki hafa komið með byss­una á staðinn, held­ur hafi hún verið í eigu ein­stak­linga í öðrum hópi sem hafi ógnað þeim um kvöldið.

Ítar­lega verður fjallað um dóm­inn á mbl.is síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert