Íslendingurinn sem kennir ensku í fínum einkaskóla

Snorri Kristjánsson kennir enskar, klassískar bókmenntir og leiklist.
Snorri Kristjánsson kennir enskar, klassískar bókmenntir og leiklist. Ljósmynd/Ingibjörg Rósa

Heima­vist­ar­skóli fyr­ir drengi efnaðra fjöl­skyldna, eins og sjást oft í bún­inga­drama frá BBC, er kannski eitt­hvað sem Íslend­ing­ar telja að til­heyri að mestu fortíðinni. En slík­ir skól­ar eru enn við lýði í Bretlandi og við einn þeirra er það Íslend­ing­ur sem kenn­ir nem­end­un­um ensk­ar, klass­ísk­ar bók­mennt­ir og leik­list. 

Snorri, rit­höf­und­ur, Kristjáns­son er út­skrifaður leik­ari frá LAMDA og reynd­ur uppist­and­ari en tók kenn­ara­próf í London meðfram kennslu fyr­ir nokkr­um árum. „Það var samt mest litið til leik­list­ar­reynsl­unn­ar þegar ég var ráðinn,“ seg­ir hann meðan hann hell­ir upp á te handa mér á kenn­ara­skrif­stof­unni. Hann var meðal 30 um­sækj­enda og virt­ist skapaður fyr­ir starfs­lýs­ing­una. „Aðstaðan hérna er ótrú­leg, ég er með leik­mynda­hönnuð, ljósa­meist­ara, bún­inga­hönnuð og -deild þannig að þetta er á pari við gott áhuga­leik­fé­lag.“

Eig­in­kona Snorra, barna­bóka­höf­und­ur­inn Morag Hood, er skosk og eft­ir nokk­ur góð ár í London ákváðu hjón­in að flytja nær fjöl­skyldu henn­ar í Ed­in­borg sum­arið 2015. Snorri var IB-ensku­kenn­ari við Alþjóðlega skól­ann á Sout­hbank, sem er tals­vert öðru­vísi en hefðbundn­ir heima­vist­ar­skól­ar en samt sem áður sótti Snorri um þetta eina starf, stöðu „head of drama“ við ensku­deild hins virta Merchist­on Castle School.

„Fyrsta leik­ritið sem ég setti upp með þeim var A View From a Bridge eft­ir Arth­ur Miller og á þessu skóla­ári var það The Import­ance of Being Ear­nest eft­ir Oscar Wilde. Þessi tvö setti ég bara upp eins og þau komu af kúnni en nú sit ég við að aðlaga Draum á Jóns­messunótt fyr­ir næsta leik­ár, því það verður að viður­kenn­ast að Shakespeare var ekki að skrifa leik­rit­in sín í gær og leik­ar­arn­ir þurfa að skilja inni­haldið al­menni­lega til að geta gert hon­um skil.“

Þótt það hafi þekkst á tím­um Shakespeare að láta karl­menn leika kven­hlut­verk­in þá þarf Snorri ekki að grípa til þess við upp­setn­ingu leik­rita við drengja­skóla frek­ar en hann vill. „Við erum með syst­ur­skóla hér í Ed­in­borg, St. Geor­ge‘s School for Gir­ls, og fáum lánaðar stelp­ur þaðan. Báðir skól­arn­ir setja upp leik­rit á haustönn og þau fá lánaða stráka hjá okk­ur á móti.“

Leikpruf­ur eru haldn­ar í lok sumar­ann­ar, æf­ing­ar hefjast á haust­in og leik­ritið er sýnt í sýn­ing­ar­sal skól­ans rétt fyr­ir jóla­frí, vana­lega þrjár sýn­ing­ar sem fjöl­skyld­ur nem­end­anna og starfs­fólk skól­ans fá að njóta.

Snorri Kristjánsson í skólanum.
Snorri Kristjáns­son í skól­an­um. Ljós­mynd/​Ingi­björg Rósa

Stíf dag­skrá

Nem­end­ur við Merchist­on Castle-skól­ann eru á aldr­in­um 7 til 18 ára og geta búið á heima­vist­inni frá 8 ára aldri og seg­ir Snorri allt skipu­lag og stunda­töfl­ur tals­vert öðru­vísi en í rík­is­rekn­um skól­um. „Það eru þrjár ann­ir, haustönn frá sept­em­ber til loka des­em­ber og svo vorönn frá janú­ar fram í miðjan mars. Þá er þriggja vikna páskafrí og svo sumarönn eft­ir það til loka júní. Þetta ger­ir u.þ.b. 33 kennslu­vik­ur og því löng frí en þeim mun meiri vinna yfir önn­ina. Í einni kennslu­viku eru þrír heil­ir dag­ar og þrír hálf­ir dag­ar. Sam­kvæmt vetr­ar­stunda­töflu er lang­ur dag­ur t.d. frá klukk­an 8 til 18 með tveggja klukku­stunda ruðning­sæfingu á milli. Þá eru sem sagt sex kennslu­stund­ir fyr­ir há­degi, eft­ir mat­inn er þeim öll­um ruslað út í ruðning, svo aft­ur inn í þrjár kennslu­stund­ir fram að kvöld­mat. Eft­ir hann er hús­fund­ur, svo ein og hálf klukku­stund af heima­vinnu og svo frjáls tími fram að hátta­tíma.“ Sá litli hluti nem­enda sem búa heima og stunda skól­ann sem dag­skóla þarf að vera í skól­an­um fram yfir heima­vinnu­tím­ann eft­ir kvöld­mat svo þeir fara í raun aðeins heim til að eyða kvöld­inu með fjöl­skyldu sinni og sofa í eig­in rúm­um.

„Á svo­kölluðum stutt­um degi eru 6 kennslu­stund­ir, há­deg­is­mat­ur og svo tveggja tíma ruðning­sæfing en eft­ir hana er tóm­stunda­tími frá kl. 16 til 18 þar sem þeir geta t.d. stundað leik­list eða raf­magns­verk­fræði, verið í mód­el­smíði eða þess hátt­ar.“ Snorri seg­ir mikið lagt upp úr tóm­stund­a­starfi í skól­an­um og dreng­irn­ir því skyldug­ir til að vera skráðir í ein­hvern af þess­um klúbb­um á þess­um tíma.

Helg­ar­frí­in eru síðan vana­lega styttri en þau sem ís­lensk­ir nem­end­ur og kenn­ar­ar eru van­ir. „Mánu­dag­ar, miðviku­dag­ar og föstu­dag­ar eru lang­ir dag­ar, þriðju­dag­ar, fimmtu­dag­ar og laug­ar­dag­ar hálf­ir dag­ar, ég kenni því fram að há­degi á laug­ar­dög­um og svo er helg­in einn og hálf­ur dag­ur. Þriðja hver helgi er hins veg­ar lengri því þá fara þeir heim til sín á föstu­dags­eft­ir­miðdög­um.“

Elsta húsið á skólasvæðinu, frá herragarðstímabilinu.
Elsta húsið á skóla­svæðinu, frá herrag­arðstíma­bil­inu. Ljós­mynd/​Ingi­björg Rósa


Auk leik­list­ar­starfs­ins kenn­ir Snorri bók­mennt­ir og rit­un og all­ir kenn­ar­ar þurfa að taka vakt í heima­vist­ar­hús­un­um einu sinni í viku. Hann sýn­ir mér aðal­kennslu­stof­una sína sem lít­ur nú bara út eins og hver önn­ur kennslu­stofa, vegg­irn­ir skreytt­ir með verk­efn­um og svo mynda­skrítl­um þar sem enska tungu­málið fær að njóta sín, sem Snorri heng­ir upp til að fá út­rás fyr­ir grín­ist­ann í sér og auðga um leið orðaforða og orðheppni nem­enda sinna.

Það vek­ur at­hygli blaðamanns að nem­end­ur fá ekki stuðning inni í kennslu­stund, hver kenn­ari sér um sinn hóp einn en á móti kem­ur að í stærstu hóp­un­um eru ein­ung­is 24 nem­end­ur. „Það er raðað eft­ir getu í hóp­ana þannig að stærstu hóp­arn­ir eru líka getu­mestu hóp­arn­ir, svo verða þeir minni eft­ir því sem erfiðleik­arn­ir eru meiri og til dæm­is eru bara fjór­ir í minnsta hópn­um mín­um.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert