Tryggvi Rúnar Leifsson: Taldi skynsamlegt að játa rangar sakargiftir

Tryggvi Rúnar Leifsson (t,h.) kemur frá réttarhöldunum í sakadómi á …
Tryggvi Rúnar Leifsson (t,h.) kemur frá réttarhöldunum í sakadómi á áttunda áratugnum.

Endurupptökunefnd féllst í gær á beiðni erfingja Tryggva Rúnars Leifssonar um að dómur Hæstaréttar árið 1980, hvað varðar sakfellingu Tryggva Rúnars fyrir manndráp af gáleysi, verði tekinn upp aftur.

Tryggvi Rúnar, sem lést árið 2009, var sakfelldur fyrir að hafa, ásamt öðrum, orðið Guðmundi Einarssyni að bana árið 1974. Hann var einnig dæmdur fyrir brennu, nauðgun og þjófnaði en ekki var óskað eftir að sá þáttur dóms Hæstaréttar yrði tekinn upp að nýju. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi.

Í úrskurði endurupptökunefndar er m.a. fjallað um dagbækur, sem Tryggvi Rúnar skrifaði í þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Telur nefndin, að dagbókarfærslurnar veiti vísbendingu um að játningar Tryggva Rúnars hjá lögreglu og fyrir dómi á rannsóknarstigi hafi verið til komnar sökum þess að hann hafi talið skynsamlegt við þessar aðstæður að játa á sig rangar sakir og treysta á réttláta málsmeðferð fyrir dómi þar sem hið sanna yrði leitt í ljós.

Þá sé það til þess fallið að valda nokkrum vafa um trúverðugleika játninga Tryggva Rúnars, að hann virðist að jafnaði aðeins hafa fallist á atriði sem aðrir dómfelldu höfðu þegar borið um og fátt lagt til málanna um atburðarásina. Þá dró hann játningu sína formlega til baka við fyrsta tækifæri eftir að dómsmeðferð hófst en nokkru áður hafði hann upplýst verjanda sinn og rannsóknarlögreglumann um að hann hygðist gera það.

Endurupptökunefnd taldi þóknun Lúðvíks Bergvinssonar, talsmanns erfingja Tryggva Rúnars, hæfilega ákveðna 6.138.000 krónur en þóknunin greiðist úr ríkissjóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert