Brugðið á leik í snjónum

Þegar borg­ar­bú­ar vöknuðu í morg­un blasti við þeim gríðarlega mik­ill snjór og fal­legt veður. Færð hef­ur verið þung og hef­ur lög­regla ráðlagt fólki að leggja ekki af stað út í um­ferðina á van­bún­um bíl­um.

Veður­blíðan er þó mik­il þrátt fyr­ir gríðarlega mik­inn og djúp­an snjó og bregða marg­ir á leik í snjón­um á meðan aðrir eru í óða önn við mokst­ur­inn. Sum­ir létu ekki snjó­inn stoppa sig og drógu fram reiðhjól­in og aðrir stungu sér á bólakaf í snjó­inn. Í meðfylgj­andi myndasyrpu má sjá skemmti­leg­ar mynd­ir sem ljós­mynd­ar­ar mbl.is smelltu í dag af líf­inu í borg­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert