„Gengið stóráfallalaust“

Lögreglubifreið á kafi í snjó.
Lögreglubifreið á kafi í snjó. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

„Þetta er það mesta sem ég hef séð. Við erum hepp­in því þetta hef­ur gengið stór­áfalla­laust fyr­ir sig,“ seg­ir Ágúst Svans­son hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Frá því klukk­an 4 í nótt til 14 í dag sinnti lög­regl­an 516 verk­efn­um, þar af voru 70 til 80 út­köll þar sem aðstoða þurfti fólk vegna ófærðar.

Ágúst seg­ir nótt­ina hafa gengið nokkuð vel miðað við aðstæður. Marg­ir lögðu leið sína í miðbæ­inn í nótt, höfðu vín um hönd og áttu ekki auðvelt með að kom­ast aft­ur heim þegar kyngdi niður snjó. Al­mennt hafi borg­ar­bú­ar farið eft­ir fyr­ir­mæl­um lög­reglu en svart­ir sauðir leyn­ast þó alltaf inn á milli að sögn Ágústs. „Þegar fólk áttaði sig á því að það kæm­ist ekk­ert þá varð það ró­legt.“

Fólki gekk erfiðlega að komast á milli staða í dag.
Fólki gekk erfiðlega að kom­ast á milli staða í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Klukk­an 14 í dag hætti lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu að aðstoða fólk vegna ófærðar. Fyrst um sinn sner­ust störf lög­regl­unn­ar meðal ann­ars um að halda stofn­göt­um greiðum, aðstoða fólk í sjúkra­flutn­ing­um og koma heil­brigðis­starfs­fólki til vinnu. 

Lög­regl­an þurfti einnig að sinna veg­far­end­um á Kjal­ar­nesi en veg­in­um þar var lokað. Opna þurfti fjölda­hjálp­ar­stöð til að koma fólk­inu í skjól. 

„Við von­um bara að það fari ekki að blása,“ seg­ir Ágúst og bend­ir á að þá fyrst verði ástandið veru­lega slæmt.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert