Götupartí í Hlíðunum

Góð stemning í Eskihlíð. Svavar Knútur Kristinsson og Líney Úlfarsdóttir …
Góð stemning í Eskihlíð. Svavar Knútur Kristinsson og Líney Úlfarsdóttir ásamt börnunum Emmu og Úlfari tóku þátt í stórmokstri með nágrönnunum í dag. mbl.is/Sunna

„Þetta er æðis­legt. Gott tæki­færi til að hitta ná­grann­ana, spjalla og hjálp­ast að. Svona á sam­fé­lag að vera,“ seg­ir Svavar Knút­ur Krist­ins­son tón­list­armaður sem býr í Eski­hlíð í Reykja­vík. Íbúar húss­ins voru flest­ir úti fram eft­ir degi að moka bíla hver ann­ars und­an snjón­um.

Blaðamaður mbl.is fór í göngu­ferð um Hlíðarn­ar með hund­inn og tók púls­inn á stemn­ing­unni í snjón­um í leiðinni.

Í Reykja­hlíð standa hurðir á bíl opn­ar. Í kring­um hann ham­ast fólk við snjómokst­ur í takt við tón­list­ina úr út­varp­inu.

„Þetta er fal­leg­ur vetr­ar­dag­ur,“ seg­ir eldri maður sem bros­andi sóp­ar snjón­um af bíl sín­um í Máva­hlíð. Viðhorf hans er til marks um and­rúms­loftið í Reykja­vík­ur­borg sem var á kafi í snjó þegar fólk fór á fæt­ur í morg­un.

Fallegur vetrardagur, sagði þessi glaðlegi íbúi í Hlíðunum.
Fal­leg­ur vetr­ar­dag­ur, sagði þessi glaðlegi íbúi í Hlíðunum. mbl.is/​Sunna

Verið er að skafa snjó af þaki í öðru húsi í göt­unni. Ung­ur maður er hálf­ur út um þak­glugg­ann og heilu skafl­arn­ir falla á gang­stétt­ina fyr­ir neðan.

„Ertu hætt í dag?“ spyr kona af göt­unni aðra sem stend­ur fyr­ir inn­an glugg­ann í íbúð sinni. „Ég er búin að moka í þrjá tíma, það er nóg!“ seg­ir hún hlæj­andi.

Hund­ur rek­ur skyndi­lega trýnið upp úr snjó á gang­stétt­inni. Hann ryður sér stolt­ur og kát­ur leið og eig­and­inn fylg­ir á eft­ir, fet­ar í spor hunds­ins. Það er eng­inn kött­ur á ferli, þeir halda sig inni í dag.

Jóhanna Flensborg Madsen stendur vaktina í Sunnubúð í dag.
Jó­hanna Flens­borg Madsen stend­ur vakt­ina í Sunnu­búð í dag. mbl.is/​Sunna

„Það hef­ur verið brjálað að gera í dag,“ seg­ir Jó­hanna Flens­borg Madsen sem stend­ur vakt­ina í Sunnu­búð, „rjóm­inn er bú­inn,“ bæt­ir hún við. Marg­ir hafa nýtt sér þjón­ustu hverf­is­búðar­inn­ar dag­inn fyr­ir sjálf­an bollu­dag­inn. Það er líka fullt út úr dyr­um í Bak­ara­meist­ar­an­um. Í hverri götu Hlíðahverf­is má sjá fólk með bollu­kassa und­ir hand­leggn­um, á heim­leið úr hverf­is­baka­rí­inu.

„Það hef­ur verið stand­andi partí í göt­unni í all­an dag,“ seg­ir Anna Vig­dís, íbúi í Drápu­hlíð. Hún er úti að moka snjó­inn af bíln­um sín­um og nýt­ur aðstoðar tík­ar­inn­ar Míu litlu Árdal, eins og hún heit­ir fullu nafni. Nokkru frá er önn­ur kona að skafa af bíln­um með fægiskóflu. Það eru öll mögu­leg verk­færi tínd til í dag. „Ég hefði nú al­veg viljað vera með betri skóflu,“ seg­ir hún bros­andi. „Svo brotnaði fægiskófl­an meira að segja!“

Hún notaði fægiskóflu og brosti út að eyrum þótt verkið …
Hún notaði fægiskóflu og brosti út að eyr­um þótt verkið sækt­ist seint. mbl.is/​Sunna

Eft­ir göt­unni kem­ur par gang­andi, með skóflu á öxl­inni. „Við erum að fara að hjálpa mömmu að moka sig út í næstu Hlíð, hún hjálpaði okk­ur í morg­un,“ seg­ir kon­an.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur ekki getað mokað húsa­göt­urn­ar í Hlíðunum í morg­un. En íbú­ar sumra þeirra hafa tekið sig til og mokað langa kafla á gang­stétt­un­um og einnig hluta gatn­anna. Það er ekk­ert verið að bíða eft­ir hjálp hins op­in­bera. Fólk er mis­jafn­lega búið, sum­ir not­ast við strákústa, aðrir við góðar snjóskófl­ur. Svo er mokað af kappi und­ir stöðugum fugla­söng í sól­inni. Í skugg­an­um er fólk kapp­klætt en þar sem geisl­ar sól­ar ná að skína er fólk að moka á peys­unni og jafn­vel stutterma­boln­um.

Þau voru á leið með skófluna í næstu Hlíð til …
Þau voru á leið með skófl­una í næstu Hlíð til að aðstoða ætt­ingja við mokst­ur­inn. mbl/​Sunna

Eft­ir Hamra­hlíð er risa­stór­um jeppa, á 44" dekkj­um ekið til og frá, eins og til að hrista af hon­um snjó­inn. Það tekst bæri­lega og mjöll­in feyk­ist af bíln­um. Það er gott að vera vel bú­inn og gam­an að sjá upp­litið á eig­end­um smá­bíla sem geta aðeins látið sig dreyma um að bakka út úr stæðum sín­um. Enda standa þeir furðulostn­ir og halla sér fram á skófl­urn­ar er jepp­inn fer hjá.

Tveir feður í Grænu­hlíð hafa gef­ist upp á að moka bíl­ana út. Þeir eru sátt­ir við þá ákvörðun og hafa þess í stað dregið snjóþot­urn­ar fram og keppa nú um hvor er fljót­ari að draga börn­in út göt­una.  

Anna Vigdís og Mía litla hjálpuðust að við moksturinn.
Anna Vig­dís og Mía litla hjálpuðust að við mokst­ur­inn. mbl.is/​Sunna

Í of­an­verðri Máva­hlíð eru íbú­ar eins húss­ins sam­an komn­ir á bíla­stæðinu og láta hend­ur standa fram úr erm­um. „Þetta minn­ir mig nú bara á bernsku­ár­in á Sigluf­irði,“ seg­ir einn. Yngri kona fer að spyrja hann nán­ar út í þetta og hann seg­ir henni af ill­fær­um fjall­veg­um og snjó­byl.

Í dag er eng­inn byl­ur. En nóg af snjón­um. Ein­hver tonn hafa senni­lega verið mokuð af tröpp­um og ofan af bíl­um og gang­stétt­um. Um leið og vind­ur­inn blæs lítið eitt fýk­ur létt­ur snjór­inn af trján­um. Í dag erum við þakk­lát fyr­ir lognið.

Það er ein­fald­lega þannig að all­ir sem vett­lingi geta valdið, í bók­staf­legri merk­ingu, eru að hjálp­ast að.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert