Hellisheiði opin

Hellisheiði var lokuð fyrir umferð bróðurpart dagsins, en opnað var …
Hellisheiði var lokuð fyrir umferð bróðurpart dagsins, en opnað var fyrir umferð síðdegis. Hér sést bifreið björgunarsveitarmanna standa vaktina á heiðinni fyrr í dag. mbl.is/Þórunn

Hálka er á Hell­is­heiði, Þrengsl­um og Sand­skeiði en á Suður­landi er all­víða nokk­ur hálka eða snjóþekja en hálku­blett­ir eru frá Þjórsá í Vík í Mýr­dal. Hálka er á Reykja­nes­braut og víða á Reykja­nes­inu. Veg­ur­inn um Hell­is­heiði opnaði nú síðdeg­is eft­ir að hafa verið lokaður stærst­an hluta dags­ins.

Fram kem­ur á vef Vega­gerðar­inn­ar að það sé hálka og snjóþekja á flest­um veg­um á Vest­ur­landi en eitt­hvað um hálku­bletti

Hálka og snjóþekja er á flest­um veg­um á Vest­fjörðum og eitt­hvað um élja­gang.

Þokka­leg færð er á Norður­landi þótt sums staðar sé élja­gang­ur og nokk­ur hálka.

Víða er hálka á Aust­ur­landi en hálku­blett­ir eru á Fagra­dal. Ófært er um Breiðdals­heiði og Öxi.

Eng­in fyr­ir­staða er með strönd­inni suður um þótt sums staðar séu hálku­blett­ir.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert