Víravegrið í sundur á Hellisheiði

Hellisheiði var lokuð fyrir umferð bróðurpart dagsins.
Hellisheiði var lokuð fyrir umferð bróðurpart dagsins. mbl.is/Þórunn

Keyrt var á víravegrið á Hellisheiði sem fór í sundur og lá inn á veginn. Heiðinni var lokað í dag á meðan gert var við vegriðið og hún rudd eftir fannkyngi næturinnar. Öruggara þótti að hafa lokað fyrir umferð meðan á viðgerðunum stóð, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. 

Heiðin var lokuð frá því snemma í morgun og hún opnuð um klukkan fimm í dag. Umferð var beint um Þrengslin á meðan.  

Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er og ekki er vitað hver keyrði á víravegriðið með fyrrgreindum afleiðingum. 

Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði en á Suðurlandi er allvíða nokkur hálka eða snjóþekja en hálkublettir eru frá Þjórsá í Vík í Mýrdal. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 

Víravegrið fór í sundur á Hellisheiði.
Víravegrið fór í sundur á Hellisheiði. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert