Hirtu ekki sorp vegna ófærðar

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Starfsmenn sorphirðu Reykjavíkur urðu frá að hverfa í morgun í Breiðholti og Vesturbæ vegna ófærðar en eftir klukkutímavinnu um klukkan átta í morgun þótti ljóst að aðstæður væru með þeim hætti að nær útilokað væri að halda vinnunni áfram.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sorphirða hefjist aftur í fyrramálið klukkan sjö. Er fólk beðið um að auðvelda aðgengi að sorpgeymslum og sorptunnum með því að moka vel frá þeim svo sorphirða geti gengið vel fyrir sig þá.

Einnig þurfi að athuga hvort hurðir og lásar á sorpgeymslum séu frosin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert