Hjálpar að flytja bíla

Verið er að ryðja götur Reykjavíkur en ljóst að það …
Verið er að ryðja götur Reykjavíkur en ljóst að það verk tekur einhverja daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snjómokst­ur geng­ur hægt en öll tæki hafa verið að störf­um frá þrjú í nótt, seg­ir Hall­dór Þór­halls­son hjá fram­kvæmda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar. Hann biður fólk sem hef­ur tök á því, að koma bíl­um sín­um út úr íbúðargöt­um svo hægt sé að ryðja þær. Mokst­ur­inn tek­ur ein­hverja daga enda fann­fergið gríðarlegt.

Hall­dór biður fólk um að gefa sér góðan tíma í að kom­ast leiðar sinn­ar nú í morg­uns­árið því þrátt fyr­ir að þokka­leg færð sé á stofn­leiðum er ljóst að um­ferðin mun ganga hægt. 

Á milli 30 og 40 ruðnings­tæki eru að störf­um í hverf­um borg­ar­inn­ar og verða fram á kvöld. Hall­dór á von á því að þannig verði það næstu daga svo hægt sé að ryðja öll hverfi.

Mjög erfitt get­ur verið að ryðja smærri göt­ur ef marg­ir bíl­ar eru við göt­urn­ar og því væri það gott ef fólk gæti komið bíl­um sín­um í burtu á meðan mokst­ur stend­ur yfir. 

Hér er hægt að fylgj­ast með snjómokstri í Reykja­vík

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert