Ruddu tvo og hálfan hringveg

Snjóruðningstæki ruddu yfir 3.000 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu í gær og …
Snjóruðningstæki ruddu yfir 3.000 kílómetra á höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag mbl.is/Kristinn Magnússon

Snjór­inn sem féll á höfuðborg­ar­svæðinu aðfaranótt sunnu­dags og mæld­ist þá 51 sm að dýpt er sá næst­mesti sem fallið hef­ur þar síðan mæl­ing­ar hóf­ust. Mest­ur var hann í janú­ar 1937 og þá mæld­ist dýpt­in 55 sm.

„End­ist þessi mikla snjó­dýpt fram á miðviku­dag fáum við líka nýtt mars­met,“ seg­ir Trausti Jóns­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, en mesta snjó­dýpt sem mælst hef­ur í mars er nú 35 senti­metr­ar.

Tals­verðan mannafla og tækja­búnað þarf til að moka svo mikl­um snjó af göt­um og gang­stíg­um þannig að fólk og far­ar­tæki kom­ist leiðar sinn­ar. Alls voru yfir 200 manns að störf­um við snjóruðning í sex sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu, flest­ir í Reykja­vík þar sem þeir voru 130. Til þess­ara starfa þurfti 142 bíla, gröf­ur og tæki sem ruddu sam­tals 3.253 kíló­metra, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem feng­ust frá sveit­ar­fé­lög­un­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um snjó­hreins­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert