Varar við þrjótum á netinu

Síminn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem varað er við þrjótum sem sent hafa tölvupósta að undanförnu á íslensk netföng þar sem óskað eftir eftir persónuupplýsingum í nafni fyrirtækisins. Tekið er fram að Síminn biðji aldrei um kreditkortaupplýsingar í tölvupósti.

„Við hvetjum því viðskiptavini, sem og aðra sem hafa fengið þennan póst, til að hafa varann á og eyða honum. Hafi viðskiptavinir fallið í gryfjuna og gefið upp kortaupplýsingar bendum við þeim á að hafa samband við viðskiptabankann sinn á dagvinnutíma en kortafyrirtækið sitt þess utan,“ segir enn fremur og er harmað að reynt sé að misnota traust viðskiptavina á fyrirtækinu.

Brýnt er í tilkynningunni að gefa aldrei upp kreditkortanúmer til þriðja aðila með þessum hætti. Síminn hefur tilkynnt athæfið til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, Cert-ÍS. Þá er bent á vefsíðuna Netöryggi.is.

Tölvupósturinn sem sendur hefur verið á íslensk netföng í nafni …
Tölvupósturinn sem sendur hefur verið á íslensk netföng í nafni Símans.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert