Gögn í gíslingu þrjóta

Síðustu ár hefur þróun spilli- og gagnagíslatökuforrita tekið kipp í …
Síðustu ár hefur þróun spilli- og gagnagíslatökuforrita tekið kipp í útbreiðslu og þróun. Facebook-síða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Ran­somware-vírus­um sem halda tölvu­gögn­um í gísl­ingu gegn lausn­ar­gjaldi hef­ur fjölgað hratt að und­an­förnu. Tölvuþrjót­ar nota svo­kallaðar net­veiðar til að blekkja fólk og fá það til að smella á hlekki og kom­ast þeir þannig yfir viðkvæm gögn.

Sam­kvæmt rann­sókn tölvu­ör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Synd­is eru Íslend­ing­ar auðveld bráð tölvuþrjóta, en fyr­ir­tækið sendi tölvu­pósta á 1300 ein­stak­linga til að at­huga hlut­fall þeirra sem smella á hlekki.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá al­rík­is­lög­reglu Banda­ríkj­anna var áætlað að millj­arður banda­ríkja­dala hefði verið greidd­ur í lausn­ar­gjald í fyrra.

Sam­kvæmt ný­legri rann­sókn tölvu­fyr­ir­tæk­is­ins IBM, á 600 fyr­ir­tækj­um, greiddu 70% þeirra sem lent höfðu í ran­somware lausn­ar­gjald. „Þetta hef­ur auk­ist gríðarlega. Svik hafa verið til frá upp­hafi. Nú hafa þau færst yfir í tölvu­heim­inn og það er til nóg af fólki sem vill stunda svona ra­f­ræn svik,“ seg­ir Theó­dór Ragn­ar Gísla­son, ör­ygg­is­ráðgjafi og meðstofn­andi Synd­is. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert