Kattamálið í Hveragerði óupplýst

Lögreglan er engu nær um hver hafi eitrað fyrir köttunum …
Lögreglan er engu nær um hver hafi eitrað fyrir köttunum í Hveragerði. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögreglan á Suðurlandi er engu nær um hver hafi eitrað fyrir ketti í Hveragerði sem drapst af völdum eitrunar í ágúst síðastliðinn né fleiri köttum sem drápust ári áður eftir að hafa étið fiskflak sem sprautað hafði verið í frostlegi. 

„Málið er óupplýst,“ segir Oddur Árnason yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­land. Samkvæmt krufningu drapst kötturinn af völd­um eitr­un­ar líklega eft­ir að hafa inn­byrt frost­lög eða sam­bæri­legt efni. Oddur segir engar vísbendingar um málið hafa borist lögreglunni og hvetur jafnframt fólk til að hafa samband ef það búi yfir upplýsingum um málið.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert