Í tilefni niðurstöðu úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi var ritað undir samstarfsyfirlýsingu um að fylgja eftir markmiði úttektarinnar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og stuðning við langtímaþróun menntastefnu á Íslandi.
Undir samstarfsyfirlýsinguna skrifuðu, Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, Steinn Jóhannsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður Heimilis og skóla.