Endurhugsi fjármagn í menntakerfinu

Til vinstri, Cor J. W. Meijer, forstöðumaður Evrópumiðstöðvar um nám …
Til vinstri, Cor J. W. Meijer, forstöðumaður Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir (The European Agency for Special Needs and Inclusive Education). mbl.is/Golli

„Mennta­kerfið á Íslandi er vel fjár­magnað miðað við önn­ur lönd í Evr­ópu. Hins veg­ar þarf að end­ur­hugsa hvernig því er varið og láta það styðja bet­ur við stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar,“ seg­ir doktor Cor J. W. Meijer, for­stöðumaður Evr­ópumiðstöðvar um mennt­un án aðgrein­ing­ar, um niður­stöðu út­tekt­ar miðstöðvar­inn­ar á fram­kvæmd á stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar á Íslandi.

Úttekt­in var gerð á öll­um þrem­ur skóla­stig­un­um; leik-, grunn- og fram­halds­skóla. Hér er skýrsl­an í heild á vef mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti.  

Í skýrsl­unni kem­ur fram að eitt atriði er orðið fast í sessi „þ.e. hún hefði kom­ist til fram­kvæmda á var­an­leg­an hátt í stefnu­mót­un og fram­kvæmd í öll­um skól­um, ald­urs­hóp­um og sveit­ar­fé­lög­um.“ Seg­ir í sam­an­tekt á skýrsl­unni. 31 atriði þarf að þróa bet­ur og hafa lítið eða að hluta komið til fram­kvæmda inn­an skól­anna. Hins veg­ar þyrfti að hleypa sjö atriðum strax af stað þar af þrem­ur hið fyrsta.

Eitt af þrem­ur atriðum sem brýnt er að fara strax í sam­kvæmt niður­stöðu út­tekt­ar­inn­ar er að end­ur­skoða allt fjár­veit­ing­ar­kerfið frá grunni. Það þarf að for­gangsraða og auka sveigj­an­leika í fjár­veit­ing­a­regl­un­um. Hin tvö atriðin varða sam­ræðu um sam­komu­lag milli þeirra sem vinna að mennta­mál­um um hvernig best verði staðið að mennt­un án aðgrein­ing­ar. Setja þurfi regl­ur um lág­marksþjón­ustu til stuðnings mennt­un­ar án aðgrein­ing­ar í öll­um skól­um.  

mbl.is/​Eggert

Fleiri með grein­ing­ar en öðrum lönd­um Evr­ópu

„Fleiri börn hér á landi eru með grein­ing­ar en í öðrum lönd­um Evr­ópu. Hlut­fallið hér á landi er um 16%. En hlut­falls­lega eru mun færri nem­end­ur í sér­skól­um og sér­úr­ræðum í skól­um á Íslandi en víðast hvar í Evr­ópu,“ seg­ir Meijer og bend­ir á að við þurf­um að finna úr­lausn­ir við hæfi fyr­ir þessa nem­end­ur sem eru með grein­ing­ar. Hins veg­ar er ekki lausn að setja öll þessi 16% nem­enda í sér­skóla.  

Aðspurður hvernig ís­lenska skóla­kerfið standi til sam­an­b­urðar við önn­ur lönd, svar­ar hann því til að þann sam­an­b­urð mætti líkja við að bera sam­an epli og app­el­sínu eða jafn­vel stiga­gjöf í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva. „Það er ekki endi­lega góður mæli­kv­arði. Við við vilj­um fyrst og fremst læra hvort af öðru frek­ar en að vera í þess­um sam­an­b­urði,“ seg­ir hann. 

Styrk­leiki að vilja rýna til gagns

„Styrk­leik­inn felst í því að kerfið vill rýna í skóla­starfið sjálft og skoða áskor­an­ir og galla við inn­leiðinga­ferlið. Það mun frek­ar leiða til þró­un­ar í skóla­starfi held­ur en að bera sig sam­an við önn­ur lönd,“ seg­ir doktor Am­anda Watkins, aðstoðar fram­kvæmda­stjóri Evr­ópumiðstöðvar um mennt­un án aðgrein­ing­ar.

Helstu áskor­an­ir sem þyrfti að leysa núna í mennta­kerf­inu er að skoða hvernig stuðningi er háttað við þessi 16% nem­enda sem eru með sérþarf­ir og grein­ing­ar, að sögn Watkins. Hún velti því upp hvernig for­gangs­röðun fjár­muna er í þágu þess­ara barna og hvort ekki megi gera bet­ur.

Í þessu sam­hengi taka þau bæði fram að út­tekt Evr­ópumiðstöðvar­inn­ar fólst ekki í því að taka út inn­leiðing­una inn­an skóla­stof­unn­ar sjálfr­ar. Í öll­um lönd­um, þar með talið hér, eru dæmi um kenn­ara sem vinna ná­kvæm­lega eft­ir því hvernig heppi­leg­ast sé að inn­leiða stefnu um skóla án aðgrein­ing­ar. Einnig eru dæmi um and­stæðuna.

Styðja þarf betur við starfsþróun kennara í starfi svo unnt …
Styðja þarf bet­ur við starfsþróun kenn­ara í starfi svo unnt sé að inn­leiða bet­ur skóla án aðgrein­ing­ar. mbl.is/​Egger

 

Kerfið þarf að styðja við starfsþróun

Í út­tekt­inni er lögð áhersla á að styðja bet­ur við starfsþróun starfs­fólks á öll­um skóla­stig­um. Bæði benda þau á að það sé mik­il­vægt við slíka inn­leiðingu að kenn­ar­ar fái tæki­færi til að rýna til gagns með öðrum og vinni ekki hver í sínu horni. „Kerfið þarf að styðja þá til starfsþró­un­ar,“ seg­ir Watkins. 

Í út­tekt­inni seg­ir meðal ann­ars: „Að áliti margra þeirra sem sinna mennta­mál­um á landsvísu og í sveit­ar­fé­lög­um fell­ur hvorki grunn­mennt­un né starfsþróun nægi­lega vel að markaðri stefnu rík­is og sveit­ar­stjórna, og starfs­fólki skóla er því ekki gert kleift með full­nægj­andi hætti að inn­leiða mennt­un án aðgrein­ing­ar sem stefnu sem bygg­ist á rétti hvers og eins.“

Forgangsraða þarf fjármagni í skólakerfinu í þágu menntunar án aðgreiningar.
For­gangsraða þarf fjár­magni í skóla­kerf­inu í þágu mennt­un­ar án aðgrein­ing­ar. mbl.is/Þ​or­vald­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert