Skilgreina skóla án aðgreiningar betur

Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir (The European Agency …
Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir (The European Agency for Special Needs and Inclusive Education) kynnir niðurstöður úttektar sinnar á menntun án aðgreiningar á Íslandi í Safnahúsinu. mbl.is/Golli

Margir starfsmenn skóla efast um að grunnmenntun þeirra og/eða tækifæri til faglegrar starfsþróunar nýtist sem skyldi til undirbúnings fyrir skólastarf án aðgreiningar. Þetta kemur fram í úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir á öllum stigum íslensk skólakerfisins, það er að segja, á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi sem kynnt var í dag. Kannað var hvernig til hefur tekist við innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar heildrænt á öllu menntakerfinu.

Skilgreinina þarf hugtakið skóli án aðgreiningar betur og einnig hvernig standi ber að framkvæmd menntunar án aðgreiningar. Þörf er á skýrari leiðsögn fyrir kennara um hvernig eigi að standa að innleiðingunni og skerpa á áætlunum innan skólakerfisins. Kennurum og starfsfólki skólans þarf að gefa tækifæri til að ígrunda störf sín.  

„Við ætlum að halda áfram að þróa menntakerfið. Við látum ekki staðar numið núna og styðjum við langtímaþróun í menntastefnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra þegar skýrslan var kynnt. Hann sagði þörf á óháðum erlendum aðilum til að rýna í heildrænt í innleiðingarferlið og því hafi verið leitað til Evrópumiðstöðvarinnar. Áður hafði eingöngu verið gerð úttekt á þessari stöðu í grunnskólanum. Unnið hefur verið að skýrslunni frá árinu 2015. 

Menntamálaráðherra mun skipa stýrihóp sem skilar niðurstöðum fyrir vorið um hvernig þetta verður framkvæmt. Í byrjun júní verður málþing um skýrsluna.  

Styrkleiki að fá skýrsluna

„Skýrslan er þörf og mikill styrkleiki fyrir okkur. Það er greinilegt að það er samstaða um að við viljum hafa þessa stefnu. Það þarf að skipuleggja næstu skref og koma þessari skýrslu yfir í kynningu í skólakerfið,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands. 

Steinn Jóhannsson, formaður skólameistarafélags Íslands, tók í sama streng. Hann segir það gleðiefni hversu margir tóku þátt í gerð skýrslunnar og vísaði til úttektar á öllum skólastigaum. Hann segir jafnframt að framhaldsskólinn muni fylgjast náið með innleiðingarferlinu. Undir þetta tók formaður Heimilis og skóla Anna Margrét Sigurðardóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert