Skilgreina skóla án aðgreiningar betur

Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir (The European Agency …
Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir (The European Agency for Special Needs and Inclusive Education) kynnir niðurstöður úttektar sinnar á menntun án aðgreiningar á Íslandi í Safnahúsinu. mbl.is/Golli

Marg­ir starfs­menn skóla ef­ast um að grunn­mennt­un þeirra og/​eða tæki­færi til fag­legr­ar starfsþró­un­ar nýt­ist sem skyldi til und­ir­bún­ings fyr­ir skólastarf án aðgrein­ing­ar. Þetta kem­ur fram í út­tekt Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar og sérþarf­ir á öll­um stig­um ís­lensk skóla­kerf­is­ins, það er að segja, á leik-, grunn-, og fram­halds­skóla­stigi sem kynnt var í dag. Kannað var hvernig til hef­ur tek­ist við inn­leiðingu hug­mynda­fræðinn­ar um mennt­un án aðgrein­ing­ar heild­rænt á öllu mennta­kerf­inu.

Skil­grein­ina þarf hug­takið skóli án aðgrein­ing­ar bet­ur og einnig hvernig standi ber að fram­kvæmd mennt­un­ar án aðgrein­ing­ar. Þörf er á skýr­ari leiðsögn fyr­ir kenn­ara um hvernig eigi að standa að inn­leiðing­unni og skerpa á áætl­un­um inn­an skóla­kerf­is­ins. Kenn­ur­um og starfs­fólki skól­ans þarf að gefa tæki­færi til að ígrunda störf sín.  

„Við ætl­um að halda áfram að þróa mennta­kerfið. Við lát­um ekki staðar numið núna og styðjum við lang­tímaþróun í mennta­stefnu,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra þegar skýrsl­an var kynnt. Hann sagði þörf á óháðum er­lend­um aðilum til að rýna í heild­rænt í inn­leiðing­ar­ferlið og því hafi verið leitað til Evr­ópumiðstöðvar­inn­ar. Áður hafði ein­göngu verið gerð út­tekt á þess­ari stöðu í grunn­skól­an­um. Unnið hef­ur verið að skýrsl­unni frá ár­inu 2015. 

Mennta­málaráðherra mun skipa stýri­hóp sem skil­ar niður­stöðum fyr­ir vorið um hvernig þetta verður fram­kvæmt. Í byrj­un júní verður málþing um skýrsl­una.  

Styrk­leiki að fá skýrsl­una

„Skýrsl­an er þörf og mik­ill styrk­leiki fyr­ir okk­ur. Það er greini­legt að það er samstaða um að við vilj­um hafa þessa stefnu. Það þarf að skipu­leggja næstu skref og koma þess­ari skýrslu yfir í kynn­ingu í skóla­kerfið,“ seg­ir Aðal­heiður Stein­gríms­dótt­ir, vara­formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands. 

Steinn Jó­hanns­son, formaður skóla­meist­ara­fé­lags Íslands, tók í sama streng. Hann seg­ir það gleðiefni hversu marg­ir tóku þátt í gerð skýrsl­unn­ar og vísaði til út­tekt­ar á öll­um skóla­stigaum. Hann seg­ir jafn­framt að fram­halds­skól­inn muni fylgj­ast náið með inn­leiðing­ar­ferl­inu. Und­ir þetta tók formaður Heim­il­is og skóla Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka