Dómurinn barn síns tíma

Frá Landsdómi.
Frá Landsdómi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Fyrsta skrefið er að koma á fót sérfræðihóp sem gæti undirbúið tillögur um úrbætur á stjórnarskrá, lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, um hugmyndir að breytingu á landsdómi.

Hann telur mikilvægt að fara að huga að þessum málum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sagði í viðtali við tímarit Lögréttu að landsdómur ætti að fara og að dómurinn ætti ekkert erindi í stjórnarskrá.

Birgir telur að nægilega langt sé liðið frá landsdómsmálinu til að hægt sé að skoða þessi mál með skýrum huga. Þingsályktunartillaga var samþykkt um endurskoðun á landsdómi samhliða því að landsdómsmál hófst gegn fjórum ráðherrum. Þótti erfitt að fara í endurskoðun meðan á þeim málum stóð, að því  er fram kemur í umfjöllun ummál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert